Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2025 er lögð fram til seinni umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er Aðalsjóður auk Þjónustumiðstöðvar og Eignasjóðs. Í B-hluta eru Veitustofnun, Hafnarsjóður, Íbúðasjóður og Hornbrekka, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð bæjarfélagsins. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Fjallabyggðar nemi 4.570 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 3.777 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 4.291 m.kr., þar af A-hluti 3.621 m.kr.
Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 279 m.kr. Afskriftir nema 235 m.kr. og fjármagnstekjur umfram fjármunagjöld 3,5 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 47,7 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 155 m.kr. Afskriftir nema 173 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 30 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 12 m.kr.
Eignir Fjallabyggðar eru áætlaðar í árslok 2025, 7.354 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 6.667 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2.683 m.kr. Þar af hjá A-hluta 2.825 m.kr. Eigið fé er áætlað 4.671 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 64,1%. Eigið fé A-hluta er áætlað 3.842 m.kr. og eiginfjárhlutfall 57,6%. Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 368 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 478 m.kr.
Skuldaviðmið Fjallabyggðar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður samkvæmt áætlun 29,9% árið 2025.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2026-2028 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2026 eru 4.747 m.kr., fyrir árið 2027 4.921 m.kr. og fyrir árið 2028 5.100 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2026 um 99 m.kr., fyrir árið 2027 um 128 m.kr. og fyrir árið 2028 um 150 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2026 verði 501 m.kr., fyrir árið 2027 verði það 525 m.kr. og fyrir árið 2028 verði það 551 m.kr.
S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls.
Helgi Jóhannsson óskaði eftir fundarhléi fyrir hönd H-listans kl. 18:26. Fundur hófst að nýju kl. 18:36.
Helgi Jóhannsson tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt samhljóða.