Bæjarstjórn Fjallabyggðar

251. fundur 12. desember 2024 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar
Í upphafi fundar lagði forseti fram tillögu um að taka á dagskrá mál "2412019 - Fundadagatal nefnda 2025" sem 16. mál á dagskrá. Einnig var lagt til að taka á dagskrá mál "2412020 - Húsnæðisáætlun 2025" sem 17. mál á dagskrá og mál "2405032 - Erindi frá stjórn Leyningsáss ses." sem 18. mál á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024.

Málsnúmer 2411015FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 21 lið.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 13, 15 og 16.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Sigríður Ingvarsdóttir tók til máls undir 1. lið fundagerðarinnar.
  • 1.1 2408040 Fráveitukerfi á Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð harmar mjög niðurstöðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands þar sem bótaskylda er ekki viðurkennd sem getur vart talist annað en óskiljanleg niðurstaða í ljósi þeirra aðstæðna sem voru uppi á Siglufirði 23.-24. ágúst. Bæjarstjóra falið að koma andmælum sveitarfélagsins á framfæri sem og kanna réttarstöðu þess. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.2 2409056 Styrkumsóknir 2025 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.3 2409057 Styrkumsóknir 2025 - Hátíðarhöld og stærri viðburðir í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2025. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.4 2409054 Styrkumsóknir 2025 - Menningarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2025. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2025 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.5 2412001 Starfslok deildarstjóra tæknideildar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Bæjarstjóra er veitt heimild til þess að auglýsa sbr. þau gögn sem liggja fyrir fundinum. Bókun fundar Bæjarstjórn þakkar deildarstjóra fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
    Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.6 2409116 Endurnýjun skráningar á flugvellinum á Siglufirði 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð samþykkir umsögnina. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.11 2410119 Verksamningar um ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningum og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.12 2303040 Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2024-2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningum og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.13 2403045 Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2024 og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.15 2412003 Samningur um rekstur uppbyggingu skíðasvæðis í Tindaöxl og Bárubraut 2025-2028
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.16 2407038 Samstarfssamningur vegna reksturs og framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli 2025-2028
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 6. desember 2024. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 856. fundur - 10. desember 2024.

Málsnúmer 2412002FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 2.2 2410062 Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði - Skógræktarfélag Siglufjarðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 856. fundur - 10. desember 2024. Bæjarráð samþykkir að veita kr. 500.000 í verkefnið og vísar því til síðari umræðu í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.3 2410044 Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði - Skíðafélag Ólafsfjarðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 856. fundur - 10. desember 2024. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 1.400.000. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.4 2410014 Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði - Blakfélag Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 856. fundur - 10. desember 2024. Bæjarráð samþykkir umsóknina. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.5 2410031 Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði - Hestamannafélagið Gnýfari
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 856. fundur - 10. desember 2024. Bæjarráð vekur athygli á að nú þegar er í gildi rekstrarsamningur við félagið en samþykkir að þegar sá samningur rennur út, þá verði gerður nýr rekstrarsamningur sem taki við af honum og taki hann mið af verðlagsbreytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.6 2410035 Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði - Hestamannafélagið Gnýfari
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 856. fundur - 10. desember 2024. Bæjarráð hafnar erindinu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.7 2409094 Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði - Hestamannafélagið Glæsir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 856. fundur - 10. desember 2024. Bæjarráð vekur athygli á að nú þegar er í gildi rekstrarsamningur við félagið en samþykkir að þegar sá samningur rennur út, þá verði gerður nýr rekstrarsamningur sem taki við af honum og taki hann mið af verðlagsbreytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.8 2409085 Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði - Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 856. fundur - 10. desember 2024. Bæjarráð samþykkir að verða við beiðninni. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.9 2409084 Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði - Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 856. fundur - 10. desember 2024. Bæjarráð samþykkir að verða við beiðninni. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 41

Málsnúmer 2411001FVakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs er í þremur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

4.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 43. fundur - 29. nóvember 2024.

Málsnúmer 2411012FVakta málsnúmer

Fundargerð undirkjörstjórnar á Siglufirði er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 2. desember 2024.

Málsnúmer 2411014FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í þremur liðum.
Til afgreiðslu er liður 1.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 5.1 2409054 Styrkumsóknir 2025 - Menningarmál
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 2. desember 2024. Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um menningarstyrki til einstakra verkefna, fyrir árið 2025, til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd úthlutar styrkjum í þessum styrkflokki á fundi sínum í janúar 2025 og verður niðurstaða úthlutunar birt í kjölfarið. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 317. fundur - 4. desember 2024.

Málsnúmer 2411016FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í sex liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4 og 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 6.1 2408022 Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar - kirkjugarður við Brimnes
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 317. fundur - 4. desember 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn með tilvísun í 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.2 2204075 Deiliskipulag nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 317. fundur - 4. desember 2024. Nefndin leggur til við bæjarstjórn með tilvísun í 1 mgr. 41.grein Skipulagslaga nr 123/2010 að breytingatillagan verði auglýst. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.3 1702066 Umsókn um lengingu riffilbrautar á skotsvæði í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 317. fundur - 4. desember 2024. Nefndin telur framkvæmdina ekki vera háða mati á umhverfisáhrifum og samþykkir því útgáfu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdaleyfið skal auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og tilkynnt um framkvæmdina til skipulagsstofnunar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.4 2411094 Hvanneyrarbraut 80 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 317. fundur - 4. desember 2024. Erindið samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • 6.5 2411113 Eyrargata 22 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 317. fundur - 4. desember 2024. Erindið samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

7.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Fundargerðir 67. og 68. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) lagðar fram til afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Starfshópur um úrgangsmál í Fjallabyggð

Málsnúmer 2312023Vakta málsnúmer

Farið yfir starf og verkefni starfshóps um úrgangsmál í Fjallabyggð, ásamt tillögu um að framlengja starfstíma hópsins til 1. júní 2025 svo að unnt verði að ljúka þeim verkefnum sem eftir standa skv. skipunarbréfi hópsins.

Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að framlengja skipunartíma starfshóps um úrgangsmál í Fjallabyggð til 1. júní 2025.

9.Starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2312021Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi minnisblað starfshóps um fjárfestingar og viðhalds á vegum Fjallabyggðar þar sem farið er yfir niðurstöður starfshópsins.

S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls.
Lagt fram til kynningar
Starfshópurinn hefur nú lokið störfum.

10.Álagning útsvars árið 2025

Málsnúmer 2412002Vakta málsnúmer

Á 855. fundi bæjarráðs var tekin fyrir tillaga um álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu að óbreyttri álagningu útsvars og vísaði henni því til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2025-2028.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir óbreytt álagningarhlutfall útsvars fyrir 2025. Álagningin verður þar með 14,93%.

11.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Gjaldskrár
Á 854. fundi sínum samþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að gjaldskrám 2025, þar sem þeim var vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti á 250. fundi sínum að vísa fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Álagningarreglur fasteignagjalda 2025 og reglur um afslátt af fasteignaskatti
Á 854. fundi bæjarráðs voru samþykktar tillögur að álagningarreglum fasteignagjalda 2025 ásamt reglum um afslátt af fasteignaskatti. Bæjarstjórn samþykkti á 250. fundi sínum að vísa fyrirliggjandi tillögum að álagningarreglum fasteignagjalda til síðari umræðu í bæjarstjórn. Á milli umræðna er álagningarreglum fasteignagjalda vísað til frekari undirbúnings samhliða fjárhagsáætlun.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Framlagðar gjaldskrár og álagningarreglur fasteignagjalda eru samþykktar með 7 atkvæðum.

12.Framkvæmdaáætlun 2025

Málsnúmer 2412015Vakta málsnúmer

Á 856. fundi bæjarráðs voru teknar fyrir tillögur meirihluta bæjarráðs að fjárfestingum og framkvæmdum samstæðu A- og B- hluta á árinu 2025. Samkvæmt tillögunni eru áætlaðar um 465 milljónir króna til fjárfestinga á árinu.

Áætlað er að allar framkvæmdir verði fjármagnaðar með veltufé frá rekstri og er því ekki gert ráð fyrir lántöku á tímabilinu.

Tillögunni var vísað til umræðu í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun 2025-2028.

Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárfestingum og framkvæmdum A- og B-hluta samstæðunnar á árinu 2025.

13.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2025 er lögð fram til seinni umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er Aðalsjóður auk Þjónustumiðstöðvar og Eignasjóðs. Í B-hluta eru Veitustofnun, Hafnarsjóður, Íbúðasjóður og Hornbrekka, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð bæjarfélagsins. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Fjallabyggðar nemi 4.570 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 3.777 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 4.291 m.kr., þar af A-hluti 3.621 m.kr.

Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 279 m.kr. Afskriftir nema 235 m.kr. og fjármagnstekjur umfram fjármunagjöld 3,5 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 47,7 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 155 m.kr. Afskriftir nema 173 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 30 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 12 m.kr.

Eignir Fjallabyggðar eru áætlaðar í árslok 2025, 7.354 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 6.667 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2.683 m.kr. Þar af hjá A-hluta 2.825 m.kr. Eigið fé er áætlað 4.671 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 64,1%. Eigið fé A-hluta er áætlað 3.842 m.kr. og eiginfjárhlutfall 57,6%. Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 368 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 478 m.kr.
Skuldaviðmið Fjallabyggðar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður samkvæmt áætlun 29,9% árið 2025.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2026-2028 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2026 eru 4.747 m.kr., fyrir árið 2027 4.921 m.kr. og fyrir árið 2028 5.100 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2026 um 99 m.kr., fyrir árið 2027 um 128 m.kr. og fyrir árið 2028 um 150 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2026 verði 501 m.kr., fyrir árið 2027 verði það 525 m.kr. og fyrir árið 2028 verði það 551 m.kr.

S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls.
Helgi Jóhannsson óskaði eftir fundarhléi fyrir hönd H-listans kl. 18:26. Fundur hófst að nýju kl. 18:36.
Helgi Jóhannsson tók til máls.
Samþykkt
S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarstjórnar:
Á fundi bæjarráðs þann 6.12 síðastliðinn voru lagðar fram breytingartillögur á fjárhagsáætlun 2025-2028 fyrir seinni umræðu um áætlunina í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkti breytingar á fjárhagsætlun og áætluð rekstarniðurstaða A-hluta nú áætluð jákvæð um 12 milljónir og rekstrarniðurstaða B-hluta áætluð jákvæð um 35 milljónir. Rekstarniðurstaða samstæðu er því samtals áætluð jákvæð um rúmlega 47 milljónir.

Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum:

  • Útsvarsprósenta er óbreytt milli ára þ.e. 14,93%.

  • Álagningarhlutföll fasteignaskatta breytast lítillega og verða eftirfarandi:

    • A -flokkur helst óbreyttur eða 0,46% af heildar fasteignamati

    • B-flokkur helst óbreyttur eða 1,32% af heildar fasteignamati

    • C-flokkur helst óbreyttur eða 1,57% af heildar fasteignamati

    • Lóðarleiga íbúðarhúsa, bifreiðageymslna og félagsheimila verður 1,8% af lóðarhlutamati

    • Sorphirðugjald íbúðarhúsnæðis (hverrar íbúðar) hækkar í 95.000 kr. vegna nýrra laga um sorphirðu.

    • Fráveitugjald lækkar og verður 0,27% af heilar fasteignamati

    • Vatnsgjald lækkar og verður 0,27% af heildar fasteignamati


Hvað varðar fasteignaskatta þá telur bæjarstjórn að það kerfi og sú umgjörð sem sveitarfélögum er ætlað að starfa eftir þegar kemur að innheimtu fasteignaskatta sé í raun orðið ósjálfbær og tímabært að heildarendurskoðun fari fram á innheimtu fasteignaskatta og tengingar þeirra við framlög til sveitarfélaga úr jöfnunarsjóði.

  • Hækkun útsvarstekna er áætluð 6%

  • Þjónustugjöld hækka um 3,5% fyrir fólk í viðkvæmri stöðu (sbr. Lífskjarasamninga) en að öðru leyti hækka gjaldskrár um 6 %.

  • Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækkar, og verður að hámarki kr. 100.000, ásamt því að tekjumörk fyrir afslætti hækka í samræmi við launavísitölu.

  • Frístundastyrkur fyrir börn á aldrinum 4 - 18 ára hækkar í kr. 50.000 úr kr. 47.500

  • Gert er ráð fyrir 6% hækkun á launum að jafnaði

  • Hækkun útsvarstekna er áætluð 6%

Ljóst er að þrátt fyrir sterka fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og til að tryggja að svo verði áfram, er tími til komin að staldra við og endurskoða þjónustuframboð og rekstur sveitarfélagsins, samhliða endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins. Íbúar sveitarfélagsins hafa notið þess undanfarin ár þegar kemur að gjaldskrá hækkunum að þeim hefur verið stillt í hóf. Fyrir árið 2025 þá hækka gjaldskrár fyrir viðkvæma hópa um 3,5% en að öðru leyti hækka gjaldskrár um 6%.

Hvað varðar framkvæmdir og viðhald eigna á komandi ári, er gert ráð fyrir að fjárfestingageta sveitarfélagsins nemi um 465 milljónum og verða þær fjármagnaðar með handbæru fé. Þrátt fyrir þetta þá útilokar bæjarstjórn ekki lántöku á árinu vegna þeirra fjölmörgu verkefna sem fyrir liggja. Fjárfestingaráætlanir síðustu ára hafa markast af því að erfitt hefur reynst að raungera stærri fjárfestingar sveitarfélagsins og því hefur reynst nauðsynlegt að færa ýmis verkefni á milli ára þar sem ekki hefur náðst að fullklára þau innan hvers árs. Því er svo komið að töluverð fjárfestingaþörf hefur safnast upp hjá sveitarfélaginu bæði af minni og stærri verkefnum.

Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í eftirfarandi stærri framkvæmdir á árinu 2025:

  • Endurnýjun þaks á Íþróttahúsinu við Tjarnarstíg

  • Endurnýjun þaks á Sundlauginni við Hvanneyrarbraut

  • Endurnýjun á tækni- og lagnarými Sundlaugarinnar við Hvanneyrarbraut

  • Haldið áfram með uppbyggingu þjóðvegarins í gegnum Ólafsfjörð (II og III áfangar)

  • Lagnir og yfirborðsfrágangur á Ránargötu frá Norðurgötu Siglufirði

  • Tjaldstæðið í Ólafsfirði - endurskipulagning svæðisins og yfirborðsfrágangur

  • Tjaldstæðamál á Siglufirði í samræmi við gildandi deiliskipulag.

  • Áframhaldandi viðhald á Skálarhlíð

  • Áframhaldandi uppbyggingu vatnsveitunnar í Ólafsfirði

  • Ýmis smærri verkefni s.s. lóð Tjarnarborgar, viðlegukantar á Siglufirði, eftirlitskerfi fyrir vatnsveitu Fjallabyggðar og göngu og hjólastígar í báðum byggðakjörnum.


Í fjárhagsáætlun 2025 verður haldið áfram með áherslu á viðhald eigna sveitarfélagsins og er áætlað að kostnaður vegna viðhalds á árinu verði um 197,5 m. kr. Til samanburðar þá var gert ráð fyrir um 190 m.kr. á árinu 2024. Bæjarstjórn telur reyndar þarft í ljósi þess hve umfangsmikil mörg viðhaldsverkefni virðast vera orðinn að kanna hvort skynsamlegt sé að greina enn frekar á milli smærri og stærri viðhaldsverkefna. Þetta verklag myndi að öllum líkindum leiða til betri rekstrarniðurstöðu bæjarsjóðs þar sem hægt væri að beita útboðum og föstum samningum í enn meiri mæli við framkvæmd viðhaldsverkefna.

Þá finnst bæjarstjórn mikilvægt að árétta að ekki er enn þá búið að semja við kennara og býr sú staðreynd til óvissu m.t.t. fjárhagsáætlunar 2025. Að mati bæjarstjórnar verða kjarabætur umfram það sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði ekki sóttar einvörðungu til sveitarfélaganna í landinu heldur þarf aðkomu ríkisvaldsins.

Að lokum vill forseti, fyrir hönd bæjarstjórnar, koma á framfæri þökkum til bæjarstjóra, nefndarmanna og starfsmanna sveitarfélagsins fyrir þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og ánægjulegs samstarfs og óskar íbúum Fjallabyggðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

Helgi Jóhannsson og Þorgeir Bjarnason H-lista óska bókað:

Hér liggur fyrir bæjarstjórn að samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun einnig. H-listinn hefur komið að gerð áætlunarinnar á vinnufundum bæjarstjórnar, bæjarráði og í nefndum. Fjárhagsstaða Fjallabyggðar er sterk og reiknað er með að ekki þurfi að koma til lántöku til fjárfestinga og viðhalds og er það vel. Hins vegar verður að segjast að mikil viðhaldsþörf og önnur þörf uppbygging m.a. í skólamálum og íþróttamálum bíður handan við hornið og á einhverjum tímapunkti gæti komið til þess að fara þurfi í lántökur því listinn er langur og lítið gengur á hann.
Það er áhyggjuefni að þær verklegu framkvæmdir sem fara á í hafa oft dregist og flust yfir á næsta ár og veldur því að minna er hægt að framkvæma á næsti ári. Ein leið til að sporna við þessu er að verk verði klár til útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins, sé þess nokkur kostur. Það eru þá auknar líkur á að hægt sé að standa við að skila framkvæmdum innan tímamarka.
Núverandi framkvæmdaáætlun er lögð fram af meirihlutanum en þarna eru verkefni sem allir geta verið sammála um að farið sé í en alltaf einhver sem minnihlutinn hefði viljað sjá ná fram að ganga. Þó eru nokkur verkefni sem reiknað var með að kæmu til framkvæmda á næsta ári og þar má nefna gervigrasvöll og viðbygging við grunnskólann í Ólafsfirði. Einnig er orðið nauðsynlegt að klára að taka ákvarðanir um fyrirkomulag sorpmála og þá aðallega rekstur gámasvæðana, ekki síst til að leita leiða að sorpgjöld haldi ekki áfram hækka ár frá ári umfram aðra þjónustu.
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á skíðasvæðinu á Siglufirði s.l. mánuði og má segja að það hafi ekki verið reiknað með svo umfangsmiklum framkvæmdum eins og raunin varð en kostnaður er að nálgast 90 mkr. og skíðasvæðið að verða hið glæsilegasta. En það er ljóst að endurskoða þarf það fyrirkomulag sem nú er í gangi við Leyningsáss um rekstur skíðasvæðisins.
H listinn mun samþykkja fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.
Að lokum vill H listinn þakka öllum þeim sem komu að gerð fjárhagsáætlunarinnar fyrir þeirra vinnu .
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár.

14.Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi - Síldarminjasafn

Málsnúmer 2407056Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra vegna beiðni Síldarminjasafns Íslands um breytingu á afgreiðslutíma rekstrarleyfis í flokki II. Óskað er eftir athugasemdum Fjallabyggðar vegna beiðninnar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við kynntar breytingar á afgreiðslutíma Síldarminjasafns Íslands ses.

15.Erindi vegna laxeldis á Tröllaskaga

Málsnúmer 2409067Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi erindi Kleifa fiskeldis ehf. um fyrirhugaða starfsemi félagsins í Fjallabyggð.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Kleifum fiskeldi ehf. fyrir bréfið og óskar eftir nánari kynningu á erindinu.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundadagatal nefnda 2025

Málsnúmer 2412019Vakta málsnúmer

Tillaga að fundadagatali nefnda, stjórna og ráða á vegum Fjallabyggðar fyrir árið 2025 lagt fram til yfirferðar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Húsnæðisáætlun 2025

Málsnúmer 2412020Vakta málsnúmer

Drög að Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2024 lögð fram til staðfestingar. Áætlunin var unnin á samræmdu formi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Enginn tók til máls.
Vísað til nefndar
Bæjarstjórn felur bæjarráði heimild til þess að fullnaðarafgreiða Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins 2025 fyrir 20. janúar 2025.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Erindi frá stjórn Leyningsáss ses

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Á 250. fundi bæjarstjórnar var bæjarráði falin heimild til að fullnaðarafgreiða þríhliða samkomulag milli aðila máls um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal. Með fundarboði bæjarráðs fylgdu uppfærð drög að þríhliða samkomulagi milli Leyningsáss ses., Fjallabyggðar og L-7 verktaka ehf., um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal, þar sem hið síðastnefnda félag mun taka að sér rekstur skíðasvæðisins til 1. júní 2025.

Bæjarráð ákvað, í samræmi við ákvörðun 250. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar að samþykkja samningsdrögin og fól bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi bókun stjórnar Leyningsáss ses. frá 11.12.2024 um samning um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði.

"Leyningsás samþykkir samninginn fyrir sitt leyti en treystir á að þær skyldur sem settar eru á hendur Leyningsás varandi m.a. tryggingar og viðhald, sem Leyningsá getur ekki uppfyllt að svo stöddu, leysist farsællega í viðræðum Leyningsás og Sveitarfélagsins sbr. bókun bæjarráðs um skipun viðræðuhóps um framtíðarfyrirkomulag sem lokið skal fyrir 1. febrúar 2025."

Samþykkir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé (formaður), Einar Hrafn Hjálmarsson og Brynjar Guðmundsson. Sigríður Ingvarsdóttir greiddi ekki atkvæði, þar sem hún situr starfa sinna vegna hjá bænum beggja megin borðsins, og Tómas Atli Einarsson hefur ekki atkvæðisrétt sem áheyrnarfulltrúi.


Guðjón M. Ólafsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.