Framkvæmdaáætlun 2025.

Málsnúmer 2412015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 856. fundur - 10.12.2024

Fyrir liggur framkvæmda - og fjárfestingaáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta á árinu 2025 eru áætlaðar um 450 milljónir króna samkvæmt tillögu meirihluta bæjarráðs.

Áætlað er að allar framkvæmdir verði fjármagnaðar með veltufé frá rekstri og er því ekki gert ráð fyrir lántöku á tímabilinu.

Fyrirliggjandi tillögu er vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 251. fundur - 12.12.2024

Á 856. fundi bæjarráðs voru teknar fyrir tillögur meirihluta bæjarráðs að fjárfestingum og framkvæmdum samstæðu A- og B- hluta á árinu 2025. Samkvæmt tillögunni eru áætlaðar um 465 milljónir króna til fjárfestinga á árinu.

Áætlað er að allar framkvæmdir verði fjármagnaðar með veltufé frá rekstri og er því ekki gert ráð fyrir lántöku á tímabilinu.

Tillögunni var vísað til umræðu í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun 2025-2028.

Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárfestingum og framkvæmdum A- og B-hluta samstæðunnar á árinu 2025.