Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

316. fundur 20. nóvember 2024 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Pálmi Blængsson verkefnastjóri
  • Jóhann K. Jóhannsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Blængsson Verkefnastjóri

1.Breyting á aðalskipulagi vegna Vetrarbrautar 8-10

Málsnúmer 2409020Vakta málsnúmer

Lögð fram óveruleg breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 sem unnin var í samræmi við afgreiðslu skipulags og umhverfisnefndar á 315. fundi nefndarinnar á erindi Sunnu ehf. um breytingar á húsnæðinu við Vetrarbraut 8-10. Breytingin felur í sér að eftirfarandi setningu er bætt við sérákvæði landnotkunarreitsins 216, AT:Verslun og þjónusta tengd bruggverksmiðju er leyfileg.
Samþykkt
Arnar Þór Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.
Erindi samþykkt

2.Breyting á deilskipulagi vegna vetrarbraut 8-10

Málsnúmer 2411088Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á deiliskipulagi sem unnin var af Eflu verkfræðistofu. Breytingin er tilkomin vegna umsóknar Elínar Þorsteinsdóttur f.h. Sunnu ehf. um breytingar á húsnæði fyrirtækisins við Vetrarbraut 8-10. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreitsins til austurs og vesturs auk þess sem nýtingarhlutfall lóðar hækkar.
Samþykkt
Arnar Þór Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.
Erindi samþykkt

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skógarstígur 4 - Flokkur 1

Málsnúmer 2411074Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Sigurði Hallgrímssyni hönnuði hjá Nordic office of Architecture f.h. Svanbjörns Thoroddsen eiganda húsnæðisins við Skógarstíg 4 um byggingarleyfi á 93,2fm viðbyggingu við núverandi frístundahús við Skógarstíg 4.
Samþykkt
Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis fyrir sitt leyti með fyrirvara um að byggingaráformin uppfylli skilyrði gildandi deiliskipulags og að uppfylltum skilyrðum byggingarfulltrúa eftir yfirferð hönnunargagna.

4.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Suðurgata 53

Málsnúmer 2411078Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings lóðarinnar Suðurgötu 53 þar sem eldri samningur er útrunninn. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Hlíðarvegur 7c

Málsnúmer 2411080Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings lóðarinnar Hlíðarvegur 7c þar sem eldri samningur er útrunninn. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Hlíðarvegur 7b

Málsnúmer 2411079Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings lóðarinnar Hlíðarvegur 7b þar sem eldri samningur er útrunninn. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Hverfisgata 29

Málsnúmer 2410064Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings lóðarinnar Hverfisgötu 29 þar sem eldri samningur er útrunninn. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Sólarstígur 5 - skil á lóð

Málsnúmer 2407043Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur þar sem Ölfushús ehf. afsalar áður úthlutaðri frístundalóð við Sólarstíg 5.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju skv. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

9.Skógarstígur 6 - Skil á lóð

Málsnúmer 2407042Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur þar sem E. Alfreðsson ehf. afsalar áður úthlutaðri frístundalóð við Skógarstíg 6.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju skv. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

10.Sólarstígur 7 - skil á lóð

Málsnúmer 2407044Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur þar sem Ölfushús ehf. afsalar áður úthlutaðri frístundalóð við Sólarstíg 7.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju skv. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

11.Sólarstígur 8 - skil á lóð

Málsnúmer 2407046Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur þar sem Ölfushús ehf. afsalar áður úthlutaðri frístundalóð við Sólarstíg 8.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju skv. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

12.Innköllun frístundalóðarinnar Skútustígur 11

Málsnúmer 2410091Vakta málsnúmer

Lagt til að ljúka innköllun lóðarinnar að Skútustíg 11 með aflýsingu lóðarleigusamnings.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að ljúka við innköllun lóðarinnar og auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju skv. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

13.Umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Ingu Hildu Ólfjörð Káradóttur

Málsnúmer 2410123Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Ingu Hildu Ólfjörð Káradóttur um leyfi til búfjárhalds í Ólafsfirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

14.Umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Svövu Jónsdóttur

Málsnúmer 2411077Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Svövu Jónsdóttur um leyfi til búfjárhalds í Ólafsfirði.
Samþykkt
Pálmi Blængsson vék af fundi undir þessum lið.
Erindi samþykkt.

15.Skotveiði í frístundabyggð

Málsnúmer 2411087Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Örlygi Kristfinssyni varðandi Skotveiðar og meðferð skotvopna í frístundabyggð, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að auglýsa með greinilegum hætti hvert haust, hvaða reglur gilda um meðferð skotvopna innan skipulagðra bæjarmarka. Einnig er mælst til þess að íbúar verði hvattir til að tilkynna um brot á gildandi reglum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar Örlygi Kristfinssyni fyrir erindið og tekur undir þau sjónarmið að æskilegt sé að brýna á meðferð skotvopna í landi Fjallabyggðar. Tæknideild falið að vinna málið áfram.

16.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2411001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til umsagnar, tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2025.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám 2025 fyrir sitt leiti.

17.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Með fundarboði skipulags- og umhverfisnefndar fylgdi tillaga að rammáætlun fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar, mfl. 07, 08, 09, 10, 11, 31, 33 og 65 fyrir árið 2025.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir sitt leyti.

18.Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna

Málsnúmer 2410094Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni um stöðu verkefnisins "endurskoðun leiðakerfis landsbyggðarvagna".
Vegagerðin vinnur að endurskoðun á núverandi leiðakerfi með það að markmiði að skoða hverja akstursleið út frá gæðum, nýtni og gagnsemi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

19.Ályktun - Vörsluskylda búfjár

Málsnúmer 2410111Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til þess að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.