Skotveiði í frístundabyggð

Málsnúmer 2411087

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20.11.2024

Lagt fram erindi frá Örlygi Kristfinssyni varðandi Skotveiðar og meðferð skotvopna í frístundabyggð, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að auglýsa með greinilegum hætti hvert haust, hvaða reglur gilda um meðferð skotvopna innan skipulagðra bæjarmarka. Einnig er mælst til þess að íbúar verði hvattir til að tilkynna um brot á gildandi reglum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar Örlygi Kristfinssyni fyrir erindið og tekur undir þau sjónarmið að æskilegt sé að brýna á meðferð skotvopna í landi Fjallabyggðar. Tæknideild falið að vinna málið áfram.