Umsókn um lóð - Sólarstígur 5

Málsnúmer 2407043

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14.08.2024

Lögð fram umsókn dagsett 17.7.2024 þar sem Ölfushús ehf. sækir um frístundalóð nr. 5 við Sólarstíg á Saurbæjarási.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag frístundabyggðar við Saurbæjarás m.s.br.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 840. fundur - 16.08.2024

Lagt fram erindi dagsett 17.07.2024 þar sem Ölfushúss ehf. sækir um frístundalóð nr. 5 við Sólarstíg á Siglufirði. Umsóknin var samþykkt á 313. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Sólarstígs 5 með 3 atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 316. fundur - 20.11.2024

Lagður fram tölvupóstur þar sem Ölfushús ehf. afsalar áður úthlutaðri frístundalóð við Sólarstíg 5.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju skv. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.