Hafnarstjórn Fjallabyggðar

149. fundur 20. janúar 2025 kl. 16:15 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varaformaður
  • Ægir Bergsson aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson hafnarstjóri

1.Starfsmannahald og rekstur Fjallabyggðahafna

Málsnúmer 2501019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað og tillaga um úrlausn varðandi mönnun Fjallabyggðahafna en málinu var vísað til hafnarstjórnar af bæjarráði.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs, þ.e. að verkefnum hafnarinnar verði útvistað að hluta á álagstímum með það að markmiði að auka hagræði í rekstri. Hafnarstjóra falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum.

2.Framkvæmdaáætlun 2025

Málsnúmer 2412015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur framkvæmdaáætlun fyrir Fjallabyggðahafnir árið 2025 sem samþykkt hefur verið af bæjarstjórn.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að afla frekari upplýsinga um framkvæmdaáætlunina fyrir næsta fund og leggja fram til kynningar.

3.Greinargerð Cruise Iceland vegna aðgerðaráætlunar ferðamálastefnu 2030.

Málsnúmer 2311052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinargerð Cruise Iceland vegna aðgerðaáætlunar ferðamálastefnu þar sem fyrirtækið lýsir m.a. yfir áhyggjum af fyrirhuguðu innviðagjaldi á skemmtiferðaskip sem gæti haft áhrif á komur skemmtiferðaskipa og leitt til fækkunar á viðkomustöðum á Íslandi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

4.Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2024

Málsnúmer 2412036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning frá Fiskistofu um sérstakt gjald af strandveiðibátum sem greiðist til viðkomandi hafna. Hlutdeild Fjallabyggðahafna af gjaldinu fyrir árið 2024 er samtals kr. 1.614.651.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

5.Aflatölur 2024

Málsnúmer 2402035Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram tölur um landaðan afla árið 2024 með samanburði við árið 2023.

Á Siglufirði var landað 14.928 tonnum árið 2024 í 1.266 löndunum í samanburði við 15.019 tonn árið 2023 í 1.176 löndunum
Á Ólafsfirði var landað 135 tonnum árið 2024 í 122 löndunum sem er sami afli og landað var árið 2023 í 120 löndunum.

Samanlagt er því landaður afli nánast sá sami árið 2024 og var árið 2023 en landanir eru nokkru fleiri árið 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Komur skemmtiferðaskipa og áætlun 2025

Málsnúmer 2501042Vakta málsnúmer

Skemmtiferðaskip áttu 27 komur í Fjallabyggðahafnir árið 2024 og áætlaðar komur árið 2025 eru 31.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2025

Málsnúmer 2501041Vakta málsnúmer

Yfirhafnavörður, Friðþjófur Jónsson, lætur af störfum um næstu mánaðarmót. Hafnarstjórn þakkar Friðþjófi hans störf hjá Fjallabyggðahöfnum og óskar honum velfarnaðar.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að bifreiðar í rekstri hafnarsjóðs séu tiltækar og staðsettar á hafnarsvæðum Fjallabyggðar, nema þegar um er að ræða að starfsmenn séu á bakvakt og þurfi aðgang að bifreið, eins og fram kemur í 4.gr. reglna um notkun bifreiða Fjallabyggðar.

Hafnarstjórn óskar eftir upplýsingum um uppsetningu myndavéla við höfnina fyrir næsta fund og jafnframt eftir upplýsingum um hvort ekki sé möguleiki á að birta myndefni úr tilteknum myndavélum á heimasíðu Fjallabyggðar. Hafnarstjóri mun skila inn upplýsingum á næsta fund.

Fundi slitið - kl. 17:15.