Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2025

Málsnúmer 2501041

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 149. fundur - 20.01.2025

Yfirhafnavörður, Friðþjófur Jónsson, lætur af störfum um næstu mánaðarmót. Hafnarstjórn þakkar Friðþjófi hans störf hjá Fjallabyggðahöfnum og óskar honum velfarnaðar.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að bifreiðar í rekstri hafnarsjóðs séu tiltækar og staðsettar á hafnarsvæðum Fjallabyggðar, nema þegar um er að ræða að starfsmenn séu á bakvakt og þurfi aðgang að bifreið, eins og fram kemur í 4.gr. reglna um notkun bifreiða Fjallabyggðar.

Hafnarstjórn óskar eftir upplýsingum um uppsetningu myndavéla við höfnina fyrir næsta fund og jafnframt eftir upplýsingum um hvort ekki sé möguleiki á að birta myndefni úr tilteknum myndavélum á heimasíðu Fjallabyggðar. Hafnarstjóri mun skila inn upplýsingum á næsta fund.