Frigg er nýr gagnagrunnur utan um skráningu upplýsinga um íslenska nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskóla sem nú er í smíðum. Upplýsingarnar hafa fram til þessa verið vistaðar hjá mismunandi aðilum í mismunandi kerfum en verða með Frigg á einum miðlægum stað þvert á skóla, skólastig og landsvæði.
Gagnagrunnurinn mun m.a. halda utan um skráningu barna og ungmenna í, úr og milli skóla og námsárangur nemenda í hinu nýja samræmda námsmati, Matsferli, á síðari stigum.
Frigg er samstarfsverkefni mennta og barnamálaráðuneytisins, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Stafræns Ísland (SÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um samræmt verklag við nemendaumsýslu og innleiðingu þvert á skóla og sveitarfélög.
Fyrsta skrefið í innleiðingunni er að innrita öll börn fædd 2019 í grunnskóla haustið 2025 í gegnum Frigg, í gegnum samræmda umsókn á Ísland.is.
Lagt fram til kynningar