Ástand knattspyrnusvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2406007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 07.06.2024

Ástand knattspyrnuvallarins í Ólafsfirði tekið til umræðu í ljósi þess að völlurinn virðist koma sérstaklega illa undan vetri.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur forsvarsmanna KF sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarna daga, um ástand knattspyrnuvallarins í Ólafsfirði. Ljóst er að fyrir liggur aðgerðaáætlun og samningur um umhirðu vallarins og því óskar bæjarráð eftir greinargerð frá umsjónaraðilum vallarins um málið fyrir næsta fund sinn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 834. fundur - 14.06.2024

Lögð fram erindi frá Þorsteini Þorvaldssyni og Kristínu Margréti Halldórsdóttur vegna uppbyggingar á nýjum gervigrasvelli í Fjallabyggð.
Bæjarráð þakkar Þorsteini Þorvaldssyni og Kristínu Margréti Halldórsdóttur fyrir innsend erindi. Nú þegar hefur starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald ákveðið í samræmi við nýsamþykkta Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála að setja nýjan knattspyrnuvöll í forhönnun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21.06.2024

Fyrir liggur umbeðin greinargerð frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar um ástand knattspyrnuvallar.
Bæjarráð telur mikilvægt að í ljósi þess að nýr knattspyrnuvöllur í Ólafsfirði er enn þá á hönnunarstigi og ljóst að tíma mun taka að leysa varanleg vallarmál í Fjallabyggð, að unnið sé markvisst að því að koma núverandi velli í viðunandi horf. Bæjarráð óskar eftir að forsvarsmenn KF komi á fund á næsta fund bæjarráðs til þess að ræða næstu skref.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28.06.2024

Á 835.fundi sínum þann 21. júní sl. óskaði bæjarráð eftir að forsvarsmenn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar kæmu fund bæjarráðs til þess að ræða næstu skref í málinu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar fulltrúum Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) fyrir komuna á fundinn og góðar umræður á fundinum. Bæjarráð þakkar KF fyrir góð svör varðandi þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til þess að takast á við ástandið á Ólafsfjarðarvelli. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að fylgja málinu eftir, athuga hvort uppfæra þurfi tækjakost og leggja tillögu fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 840. fundur - 16.08.2024

Á 836.fundi sínum fól bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmáladeildar að fylgja eftir ábendingum KF og athuga hvort uppfæra þurfi tækjakost til þess að takast á við ástandið á Ólafsfjarðarvelli.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdu vinnupunktar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um samskipti við fulltrúa KF og vinnslu máls.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Lagt fram til kynningar. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.