Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2410001

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 17.10.2024

Auglýst verður eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2025.
Samþykkt
Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir drög að auglýsingu. Óskað er eftir tilnefningum um Bæjarlistamann 2025. Frestur er til og með 14. nóvember nk.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 21.11.2024

Farið yfir tilnefningar til bæjarlistamanns 2025
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2025.
Nokkrar tilnefningar bárust nefndinni og þakkar hún fyrir þær. Einnig þakkar nefndin fráfarandi bæjarlistamanni, Ástþóri Árnasyni, fyrir framlag hans til menningar og lista.
Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Kristínu R. Trampe bæjarlistamann Fjallabyggðar 2025. Nefndin óskar Kristínu til hamingju með útnefninguna. Bæjarlistamaður verður útnefndur formlega við afhendingu menningarstyrkja í ársbyrjun 2025.