Bæjarráð Fjallabyggðar

867. fundur 21. mars 2025 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Uppgjör ársins 2024.

Málsnúmer 2503015Vakta málsnúmer

Fyrir liggja frekari upplýsingar varðandi uppgjör ársins 2024 og skýringar með frávikum frá fjárhagsáætlun ársins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjóri greindi frá stöðunni varðandi uppgjör ársins og fór yfir skýringar með frávikum frá áætlun síðasta árs.

Það er ljóst að einstaka liðir hafa farið verulega fram úr áætlun og því afar brýnt að bregðast við þeirri framúrkeyrslu með því að auka aðhald og eftirfylgni með þeim sérstaklega.

Lagt fram til kynningar.

2.Mannauðsstefna Fjallabyggðar - Tillaga að framkvæmd

Málsnúmer 2501018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga starfshóps um mannauðsstefnu Fjallabyggðar og tillaga bæjarstjóra um að mannauðsstefna ásamt fylgigögnum verði lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar auk þess að starfshópurinn haldi starfi sínu áfram og vinni að fylgigögnum inn á starfsmannahandbók sem birt verði á heimasíðu Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar framkominni mannauðsstefnu til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn og felur bæjarstjóra að undirbúa uppsetningu starfsmannahandbókar á heimasíðu Fjallabyggðar í samræmi við vinnu starfshópsins.

3.Víkingurinn 2025

Málsnúmer 2503017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá félagi Kraftamanna þar sem óskað er eftir þátttöku Fjallabyggðar í Víkingnum 2025 sem er aflraunakeppni sem áætlað er að fari fram í 4 sveitarfélögum í ár. Óskað er eftir gistingu og fullu fæði fyrir þátttakendur auk fjárstyrks að upphæð kr. 250.000.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum verkefnisins fyrir erindið en felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að hafa samband við aðstandendur verkefnisins um mögulega aðkomu sveitarfélagsins.

4.Umsagnarbeiðni gistileyfi - Hafnargata 16, Ólafsfirði

Málsnúmer 2503018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi Eystra þar sem óskað eftir umsögn Fjallabyggðar á umsókn um reksturs gististaðar í flokki "minni gistiheimila" á Hafnargötu 16, Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina fyrir sitt leyti.

5.Flæði - útilistaverk

Málsnúmer 2201027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að samkomulagi við höfund listaverksins "Flæði" um flutning listaverksins af lóðinni við Aðalgötu 14, Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi og felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulaginu í samráði við lögfræðing bæjarins.

Helgi Jóhannsson, fulltrúi H-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: "Listaverkið Flæði hefur vakið verðskuldaða athygli þeirra sem eiga leið um Ólafsfjörð enda eina útilistaverkið í firðinum má segja og var miklum fjármunum varið til að koma því upp árið 1993 af Sparisjóði Ólafsfjarðar sem þá var í eigu Ólafsfjarðarbæjar. Ólafsfjörður verður fátækari eftir að verkinu verður fargað en það þarf að víkja fyrir miklum framkvæmdum sem eru fyrirhugaðar á lóðinni. Ég vonaðist til að hægt væri að flytja verkið á lóð við Tjarnarborg en kostnaður við það virðist vera óyfirstíganlegur. Ég hvet sveitarfélagið til að huga að því að koma upp listaverki t.d. á lóðinni við Tjarnarborg því vinna við skipulag lóðarinnar er í vinnslu".

6.Ósk um aðgang að sundlaugum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1703093Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá íþróttafulltrúa Dalvíkurbyggðar þar sem fram kemur að í mörg ár hafa Sundlaugar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar haft með sér það fyrirmyndar samstarf að þegar loka þarf vegna framkvæmda á öðrum hvorum staðnum fá korthafar með gild kort á þeim stað frítt á hinum staðnum. Í erindi íþróttafulltrúa er lagt til að sveitarfélögin geri með sér ótímabundinn samning um áframhaldandi samstarf á þessum nótum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita korthöfum í sundlaug Dalvíkurbyggðar frítt í sund í sundlaugum Fjallabyggðar á meðan framkvæmdum stendur í sumar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar að ganga frá ótímabundnum samningi um áframhaldandi samstarf á þeim nótum.

7.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um áhrif kjarasamninga við K.Í. á fjárhagsáætlun Fjallabyggðar en gert er ráð fyrir að umræddur kjarasamningur hafi í för með sér kostnaðarauka frá fjárhagsáætlun ársins á bilinu 45-55 milljónir króna.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita leiða til að mæta auknum kostnaði og leggja fram tillögur fyrir bæjarráð.

8.Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfærð tillaga að skipuriti og nefndaskipan Fjallabyggðar í samræmi við breytingar á samþykktum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð staðfestir uppfærðar tillögur og vísar til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

9.Störf laus til umsóknar í stjórnsýslu

Málsnúmer 2503024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu um laus störf til umsóknar í stjórnsýslu Fjallabyggðar. Tillagan er í samræmi við það skipurit sem bæjarráð hefur staðfest og er annars vegar auglýst í starf skrifstofustjóra Fjallabyggðar og hins vegar í starf sviðsstjóra velferðasviðs.
Samþykkt
Bæjarráð óskar eftir að ráðningarþjónustan Mögnum verði fengin til þess að annast umsókna- og ráðningaferlið vegna ofangreindra starfa.

10.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal vegna 11.fundar umhverfis- og tæknideildar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur mál frá nefnda - og greiningarsviði Alþingis um Skipulag haf - og strandsvæða og skipulagslög þar sem óskað er umsagnar Fjallabyggðar. Umsagnarfrestur er til 27.mars n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Málefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Málsnúmer 1504010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fréttatilkynning frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands þar sem fram kemur að heilsugæslustöð HSN á Dalvík og starfsstöðu HSN í Fjallabyggð verði sameinaðar frá og með 1.september n.k.
Í tilkynningunni kemur fram að megintilgangurinn með sameiningunni sé að búa til öflugri einingu sem auðveldar að manna stöður fagfólks. Þá auki stærri rekstrareining sveigjanleika í starfseminni með flæði starfsfólks á milli
starfsstöðva í sveitarfélögunum tveimur. Einnig er sameiningunni ætlað að styðja við forsendur til
teymisvinnu sem ætti að efla samvinnu og miðlun þekkingar meðal starfsfólks.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð Fjallabyggðar leggur áherslu á að frekari upplýsingar fáist frá HNV varðandi sameininguna og að það verði tryggt að við fyrirhugaðar breytingar verði ekki um skerðingu þjónustu að ræða fyrir íbúa svæðisins.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:30.