Uppgjör ársins 2024.

Málsnúmer 2503015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 866. fundur - 13.03.2025

Fyrir liggja fjárhagsupplýsingar vegna uppgjörs ársins 2024 en verið er að ljúka gagnasöfnun og færslur fyrir endurskoðun.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að greina nokkur atriði í fyrirliggjandi gögnum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs til upplýsinga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 867. fundur - 21.03.2025

Fyrir liggja frekari upplýsingar varðandi uppgjör ársins 2024 og skýringar með frávikum frá fjárhagsáætlun ársins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjóri greindi frá stöðunni varðandi uppgjör ársins og fór yfir skýringar með frávikum frá áætlun síðasta árs.

Það er ljóst að einstaka liðir hafa farið verulega fram úr áætlun og því afar brýnt að bregðast við þeirri framúrkeyrslu með því að auka aðhald og eftirfylgni með þeim sérstaklega.

Lagt fram til kynningar.