Bæjarráð Fjallabyggðar

866. fundur 13. mars 2025 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Málefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Málsnúmer 1504010Vakta málsnúmer

Á fjarfund eru mætt Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Hildur Ösp Gylfadóttir mannauðsstjóri HSN og Guðný Friðriksdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, til þess að ræða málefni HSN í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Forstjóri stofnunarinnar fór yfir starfsemi HSN. Bæjarráð þakkar fyrir komuna á fundinn og leggur áherslu á áframhaldandi gott samtal um öfluga heilbrigðisþjónustu í Fjallabyggð.

2.Uppgjör ársins 2024.

Málsnúmer 2503015Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fjárhagsupplýsingar vegna uppgjörs ársins 2024 en verið er að ljúka gagnasöfnun og færslur fyrir endurskoðun.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að greina nokkur atriði í fyrirliggjandi gögnum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs til upplýsinga.

3.Samningur milli Fjallabyggðar og Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar 2025-2028

Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgja drög að samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) um íþróttastarf barna og unglinga í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning sem byggir á fyrri samningi að því undanskildu að samningurinn er til fjögurra ára og því í samræmi við íþróttastefnu Fjallabyggðar.

4.Tjaldsvæði Fjallabyggðar 2025-2027

Málsnúmer 2502042Vakta málsnúmer

Á 116. fundi sínum, 10. mars sl. lagði markaðs- og menningarnefnd til við bæjarráð að auglýst verði eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæði í Fjallabyggð til næstu þriggja ára. Með fundarboði fylgir hugmynd að auglýsingu þar sem fyrirkomulag útvistunar er útlistað.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu og felur bæjarstjóra að fylgja birtingu eftir.

5.Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu Fjallabyggðar sem og tillaga að nefndaskipan í samræmi við tillögur að nýjum samþykktum Fjallabyggðar. Tillögur að breytingum taka m.a. mið af ábendingum sem fram komu í stjórnsýsluúttekt Strategíu frá síðasta ári.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu og nefndaskipan og felur bæjarstjóra að vinna tillögur að breytingum á samþykktum Fjallabyggðar í samræmi við skipuritin fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjóra jafnframt falið að vinna auglýsingar um laus störf sem skipuritið gerir ráð fyrir.

6.Endurbætur á sundlaug Siglufjarðar

Málsnúmer 2502037Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um uppfærða kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við sundlaugina á Siglufirði á þessu ári, þ.m.t. endurnýjun á þaki og lagnarými í sundlauginni.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsingar um valkosti varðandi lausn á endurbótum sundlaugarinnar og leggja fyrir bæjarráð þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

7.Afhending Eyrarrósarinnar 2025

Málsnúmer 2503014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá markaðs - og menningarfulltrúa þar sem fram kemur að Listahátíð Reykjavíkur sé að skipuleggja afhendingu Eyrarrósarinnar í samstarfi við Aðalheiði Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hefð er fyrir því að sveitarfélög bjóði verndara hátíðarinnar, sem nú er maki forseta Íslands, Björn Skúlason, til móttöku ásamt fylgdarfólki.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að bjóða verndara hátíðarinnar til móttöku ásamt fylgdarfólki og felur markaðs- og menningarfulltrúa framkvæmd viðburðarins.

8.Málefni Leyningsáss ses

Málsnúmer 2402023Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl vegna funda viðræðuhóps um starfsemi Leyningsáss ses
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal vegna 10.fundar umhverfis- og tæknideildar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Umhverfis - og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20.mars n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.