Tjaldsvæði Fjallabyggðar 2025-2027

Málsnúmer 2502042

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 10.03.2025

Samningur við rekstraraðila að tjaldsvæðum Fjallabyggðar er útrunninn. Auglýsa þarf eftir rekstraraðila.
Vísað til bæjarráðs
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæði í Fjallabyggð til næstu þriggja ára. Nefndin vísar hugmynd að fyrirkomulagi útvistunar á rekstri tjaldsvæða til bæjarráðs í drögum að auglýsingu eftir rekstraraðila.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 866. fundur - 13.03.2025

Á 116. fundi sínum, 10. mars sl. lagði markaðs- og menningarnefnd til við bæjarráð að auglýst verði eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæði í Fjallabyggð til næstu þriggja ára. Með fundarboði fylgir hugmynd að auglýsingu þar sem fyrirkomulag útvistunar er útlistað.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu og felur bæjarstjóra að fylgja birtingu eftir.