Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

116. fundur 10. mars 2025 kl. 15:30 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Tjaldsvæði Fjallabyggðar 2025-2027

Málsnúmer 2502042Vakta málsnúmer

Samningur við rekstraraðila að tjaldsvæðum Fjallabyggðar er útrunninn. Auglýsa þarf eftir rekstraraðila.
Vísað til bæjarráðs
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæði í Fjallabyggð til næstu þriggja ára. Nefndin vísar hugmynd að fyrirkomulagi útvistunar á rekstri tjaldsvæða til bæjarráðs í drögum að auglýsingu eftir rekstraraðila.

2.Menningarbyggð - áhersluverkefnið

Málsnúmer 2502024Vakta málsnúmer

Kynning á áhersluverkefni Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Menningarbyggð.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarfulltrúi kynnir hugmynd að áhersluverkefni SSNE, Menningarbyggð, fyrir fundarmönnum. Um hugmynd á byrjunarstigi er að ræða og áframhaldandi þróun hennar á eftir að koma í ljós.

3.Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2025

Málsnúmer 2501050Vakta málsnúmer

Hinn árlegi Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð til umfjöllunar.
Samþykkt
Þar sem auglýstir hafa verið stórir viðburðir og fundir um menningar-, ferða- og markaðsmál í Fjallabyggð á næstu vikum telur markaðs- og menningarnefnd of mikið að auglýsa einnig Vorfund ferðaþjónustu þar sem um sama markhóp er að ræða. Fyrirhuguð er norræn ráðstefna um nærandi ferðaþjónustu dagana 12.-14. mars nk. Ráðstefnan er haldin á Siglufirði og á Hólum í Hjaltadal. Þá verður vinnustofan Heilabrot og hugkvæmni: Samtal um sameiginleg hagsmunamál í menningar og ferðaþjónustu á Norðurlandi, haldin þann 4. apríl í Síldarminjasafni Íslands. Fundarröð Markaðsstofu Norðurlands, samstaða um markaðsmál, verður síðan 29. apríl á Siglufirði.
Markaðs- og menningarnefnd hvetur menningar- og ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu til góðrar þátttöku í þessum viðburðum.
Markaðs- og menningarnefnd leggur því til að sleppa Vorfundi að þessu sinni.

Fundi slitið - kl. 16:30.