Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2025

Málsnúmer 2501050

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 20.02.2025

Markaðs- og menningarfulltrúi kynnir hugmynd að dagskrá Vorfundar ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustuaðila i Fjallabyggð 2025.
Vaninn hefur verið að halda Vorfund í mars eða apríl ár hvert. Markaðs- og menningarfulltrúi skoðar mögulegar dagsetningar fyrir fundinn með tilliti til annarra viðburða.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 10.03.2025

Hinn árlegi Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð til umfjöllunar.
Samþykkt
Þar sem auglýstir hafa verið stórir viðburðir og fundir um menningar-, ferða- og markaðsmál í Fjallabyggð á næstu vikum telur markaðs- og menningarnefnd of mikið að auglýsa einnig Vorfund ferðaþjónustu þar sem um sama markhóp er að ræða. Fyrirhuguð er norræn ráðstefna um nærandi ferðaþjónustu dagana 12.-14. mars nk. Ráðstefnan er haldin á Siglufirði og á Hólum í Hjaltadal. Þá verður vinnustofan Heilabrot og hugkvæmni: Samtal um sameiginleg hagsmunamál í menningar og ferðaþjónustu á Norðurlandi, haldin þann 4. apríl í Síldarminjasafni Íslands. Fundarröð Markaðsstofu Norðurlands, samstaða um markaðsmál, verður síðan 29. apríl á Siglufirði.
Markaðs- og menningarnefnd hvetur menningar- og ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu til góðrar þátttöku í þessum viðburðum.
Markaðs- og menningarnefnd leggur því til að sleppa Vorfundi að þessu sinni.