Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

115. fundur 20. febrúar 2025 kl. 15:00 - 16:00 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Vorfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2025

Málsnúmer 2501050Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi kynnir hugmynd að dagskrá Vorfundar ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustuaðila i Fjallabyggð 2025.
Vaninn hefur verið að halda Vorfund í mars eða apríl ár hvert. Markaðs- og menningarfulltrúi skoðar mögulegar dagsetningar fyrir fundinn með tilliti til annarra viðburða.

2.Salernisaðstaða í Skarðsdalsskógi Siglufirði

Málsnúmer 2501048Vakta málsnúmer

Fram hefur komið hugmynd um að skoða möguleika á uppsetningu á salernishúsi í Skarðsdalsskógi sem nýta mætti fyrir útivistafólk á svæðinu. Fram hefur komið, m.a. hjá Skógræktarfélagi Siglufjarðar, að mikil þörf sé fyrir slíka aðstöðu. Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti mögulega útfærslu verkefnisins og hvaða styrkleiðir eru mögulegar til slíks verkefnis s.s. hjá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða.
Vísað til bæjarráðs
Markaðs- og menningarnefnd þakkar markaðs- og menningarfulltrúa fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla hugmynd. Á þessu stigi málsins er einungis um hugmynd að ræða sem nefndin vísar til kynningar í bæjarráði.

3.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda

Málsnúmer 2501052Vakta málsnúmer

Markaðs-og menningarnefnd skoðar reglur um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda m.t.t. uppfærslu og breytinga.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir breytingartillögur fyrir sitt leyti og vísar til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.

4.Árskýrslur Bóka- og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar 2023-2024

Málsnúmer 2502017Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ársskýrslur Bókasafns, Hérðasskjalasafns og Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar fyrir árin 2023 og 2024.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðukonu Bókasafns, Héraðsskjalasafns og Upplýsingamiðstöðva Fjallabyggðar fyrir framlagðar skýrslur.
Skýrslurnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.