Salernisaðstaða í Skarðsdalsskógi Siglufirði

Málsnúmer 2501048

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 20.02.2025

Fram hefur komið hugmynd um að skoða möguleika á uppsetningu á salernishúsi í Skarðsdalsskógi sem nýta mætti fyrir útivistafólk á svæðinu. Fram hefur komið, m.a. hjá Skógræktarfélagi Siglufjarðar, að mikil þörf sé fyrir slíka aðstöðu. Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti mögulega útfærslu verkefnisins og hvaða styrkleiðir eru mögulegar til slíks verkefnis s.s. hjá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða.
Vísað til bæjarráðs
Markaðs- og menningarnefnd þakkar markaðs- og menningarfulltrúa fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla hugmynd. Á þessu stigi málsins er einungis um hugmynd að ræða sem nefndin vísar til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 865. fundur - 06.03.2025

Með fundarboði fylgir bókun frá 115. fundi markaðs- og menningarnefndar, 20.2.2025, þar sem nefndin vísar hugmynd að uppsetningu á salernisaðstöðu í Skarðsdalsskógi sem nýta mætti fyrir útivistarfólk á svæðinu til umfjöllunar í bæjarráði. Í bókun nefndarinnar kemur fram að þörf á slíkri aðstöðu sé til staðar og að henni hafi verið komið á framfæri við sveitarfélagið. Á fundi nefndarinnar kynnti markaðs- og menningarfulltrúi mögulega útfærslu verkefnisins og hvaða styrkleiðir eru mögulegar til slíks verkefnis s.s. hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar framkomnum metnaðarfullum hugmyndum og felur bæjarstjóra að vinna að frekari útfærslu í samráði við markaðs- og menningarfulltrúa auk þess að kanna möguleika á styrkveitingum í slíkar framkvæmdir frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og fleiri aðilum enda er slík framkvæmd háð styrkveitingum.