Afhending Eyrarrósarinnar 2025

Málsnúmer 2503014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 866. fundur - 13.03.2025

Fyrir liggur erindi frá markaðs - og menningarfulltrúa þar sem fram kemur að Listahátíð Reykjavíkur sé að skipuleggja afhendingu Eyrarrósarinnar í samstarfi við Aðalheiði Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hefð er fyrir því að sveitarfélög bjóði verndara hátíðarinnar, sem nú er maki forseta Íslands, Björn Skúlason, til móttöku ásamt fylgdarfólki.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að bjóða verndara hátíðarinnar til móttöku ásamt fylgdarfólki og felur markaðs- og menningarfulltrúa framkvæmd viðburðarins.