Samningur milli Fjallabyggðar og Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar 2025-2028

Málsnúmer 2503009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 866. fundur - 13.03.2025

Með fundarboði fylgja drög að samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) um íþróttastarf barna og unglinga í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning sem byggir á fyrri samningi að því undanskildu að samningurinn er til fjögurra ára og því í samræmi við íþróttastefnu Fjallabyggðar.