Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

109. fundur 15. ágúst 2024 kl. 15:15 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Á 830. fundi sínum, 17. maí, vísaði bæjarráð því til fastanefnda að ræða hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu þeirra málaflokka sem undir þær heyra í tengslum vð vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlunar, 2026-2028.
Samþykkt
Rætt var um ýmsar tillögur og ákvað nefndin að vera klár með áherslu og tillögur á næsta fundi sínum.

2.Hátíðir 2024

Málsnúmer 2403036Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir hátíðir ársins í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með hversu fjölbreytt og auðugt menningarlíf hefur verið í Fjallabyggð það sem af er ári. Stórar og smáar hátíðir, viðburðir og sýningar hafa verið fjölmargar. Nefndin færir öllum þeim sem að þessu hafa staðið, sínar bestu þakkir.

3.Trilludagar 2024

Málsnúmer 2401058Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir uppgjör og framkvæmd Trilludaga 2024.
Lagt fram til kynningar
Það er mat Markaðs- og menningarnefndar að Trilludagar hafi gengið mjög vel þetta árið og þakkar nefndin öllum þeim fjölmörgum aðilum sem gerðu daginn svo góðan. Áætlað er að um 600 manns hafi farið á sjó og rennt fyrir fiski. Áætlað er að 2-3 þúsund skammtar af fiski hafi verið grillaðir ásamt um 900 pylsum.

4.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2408006Vakta málsnúmer

Í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025 þarf að auglýsa frest til að skila inn umsóknum um styrkveitingar fyrir árið 2025.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drög að auglýsingu fyrir sitt leyti og leggur til að tekið verði á móti umsóknum til 22. september.

Fundi slitið - kl. 16:30.