Styrkveitingar Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2408006

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 15.08.2024

Í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025 þarf að auglýsa frest til að skila inn umsóknum um styrkveitingar fyrir árið 2025.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drög að auglýsingu fyrir sitt leyti og leggur til að tekið verði á móti umsóknum til 22. september.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 840. fundur - 16.08.2024

Farið yfir styrkveitingar bæjarsjóðs sem taka þarf tillit til við gerð fjárhagsáætlunar 2025.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30.08.2024

Í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025 þarf að auglýsa frest til að skila inn umsóknum um styrkveitingar fyrir árið 2025. Markaðs- og menningarnefnd hefur fyrir sitt leyti samþykkt drög að auglýsingu og lagt til að tekið verði á móti umsóknum til 22. september.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir umsóknum í eftirfarandi flokkum:
- Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (félög/félagasamtök)
- Styrkir til menningarmála
- Styrkir til fræðslumála
- Styrkir til reksturs safna og setra
- Styrkir til hátíða og stærri viðburða

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 17.10.2024

Yfirlitsskjal yfir umsóknir um menningatengda styrki fyrir árið 2025 er lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.