Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

143. fundur 09. september 2024 kl. 15:30 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Jakob Kárason varaformaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir varam.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Íþróttamál og íþróttamannvirki

Málsnúmer 2406001Vakta málsnúmer

Nefndarmenn óskuðu eftir að taka upp umræðu um málefni íþróttafélaga, íþróttasvæða og mannvirkja o.s.frv.
Lagt fram til kynningar
Óskar Þórðarson formaður UÍF var gestur fundarins og sat undir þessum dagskrárlið. Formaður fór yfir starfsemi UÍF.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Óskari fyrir góða yfirferð.

2.Viðhaldsmál Íþróttamiðstöðvar Siglufirði

Málsnúmer 2408031Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála hvað varðar viðhald í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Skarphéðinn Þórsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Forstöðumaður fór yfir greinargerð sína um viðhaldsþörf íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði og hugmyndir um framtíðarlausn í húsnæðismálum. Forstöðumaður fór yfir sömu greinargerð með Bæjarráði Fjallabyggðar í lok ágúst. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar forstöðumanni fyrir mjög góða greinargerð og kynningu sína.

3.Bíókvöld í Sundlhöll Siglufjarðar

Málsnúmer 2409010Vakta málsnúmer

Ósk hefur borist frá Shirbi Ish-Shalom að fá að halda bíókvöld í Sundhöll Siglufjarðar.
Samþykkt
Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Skarphéðinn Þórsson, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fræðslu- og frístundanefnd tekur jákvætt í erindið og telur að um skemmtilega tilbreytingu geti verið að ræða. Nefndin felur forstöðumanni að útfæra bíósýninguna m.t.t. öryggis og hagkvæmni.

4.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Fundarmenn leggja til áherslur eða hugmyndir fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2025 í málaflokkum nefndarinnar.
Vísað til bæjarráðs
Fræðslu- og frístundanefnd setti niður áherslur sínar við gerð fjárhagsáætlunar 2025 og þriggja ára áætlun.
Áherslum og tillögum nefndarinnar er vísað til bæjarráðs.

5.Leikskóli Fjallabyggðar, starfsáætlun 2024-2025

Málsnúmer 2409015Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2024-2025.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sátu fulltrúar Leikskóla Fjallabyggðar þær Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri, Sæunn Gísladóttir fulltrúi foreldra og Sigurbjörg Hildur Steinsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar skólastjóra fyrir góða yfirferð á starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2024-2025.

Fundi slitið - kl. 18:15.