Viðhaldsmál Íþróttamiðstöðvar Siglufirði

Málsnúmer 2408031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30.08.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað bæjarstjóra, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar og deildarstjóra tæknideildar um viðhald á íþróttamiðstöð á Siglufirði ásamt skýrslu forstöðumanns Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Til fundarins mætti Skarphéðinn Þórsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva og fór yfir viðhaldsþörf á húsnæði íþróttamiðstöðvar á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar forstöðumanni Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar fyrir komuna á fundinn og fyrir greinargóða skýrslu um ástand íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði. Málinu vísað til tæknideildar og deildinni falið að fá utanaðkomandi úttektaraðila til þess að leggja fyrir bæjarráð kostnaðar- og aðgerðaáætlun á t.d. ástandi þaks, lagnakjallara, raflagna, brunavarna og annarra brýnna viðhaldsverkefna sbr. skýrslu forstöðumanns.
Bæjarráð beinir því til forstöðumanns að hefjast þegar handa við að lagfæra veggi og gólf í sturtuklefum, slípa gólf í kringum sundlaugarker og skipta út ljósum í sundlaug.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 143. fundur - 09.09.2024

Farið yfir stöðu mála hvað varðar viðhald í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Skarphéðinn Þórsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Forstöðumaður fór yfir greinargerð sína um viðhaldsþörf íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði og hugmyndir um framtíðarlausn í húsnæðismálum. Forstöðumaður fór yfir sömu greinargerð með Bæjarráði Fjallabyggðar í lok ágúst. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar forstöðumanni fyrir mjög góða greinargerð og kynningu sína.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 06.12.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi umbeðin úttektarskýrsla AVH á sundlauginni á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.