Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

142. fundur 19. ágúst 2024 kl. 12:00 - 13:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Jakob Kárason varaformaður
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Sandra Finnsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Skipulag og starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2024-2025

Málsnúmer 2408015Vakta málsnúmer

Skólastjóri fór yfir skipulagningu og starfsemi í upphafi skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sat Kristín María Hlökkk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.
Leikskólinn hóf nýtt skólaár 12. ágúst sl. Færri börn eru á starfsstöðinni á Siglufirði, Leikskálum en á síðasta skólaári og því verða deildirnar einni færri fram að áramótum. 106 nemendur eru í leikskólanum samtals og starfsfólk er 37 talsins. Enginn sótti um stöðu matráðs á Leikskálum. Staðan verður leyst með núverandi starfsmönnum til bráðabirgða. Auglýsingin mun verða í birtingu eins lengi og þarf. Skólastarf fer annars vel af stað á báðum starfsstöðvum.

2.Skipulag og starfsemi Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2024-2025

Málsnúmer 2406003Vakta málsnúmer

Skólastjóri fór yfir undirbúning og skipulagningu komandi skólaárs.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sat skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir.
Skólastjóri fór yfir skólabyrjun. Alls eru 225 nemendur skráðir í skólann. Búið er að ráða í allar stöður. Skólastýra fór yfir helstu breytingar á starfsmannahaldi og framkvæmdir við skólabyggingarnar í sumar.

3.Skóladagatöl 2024-2025

Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer

Skólastjóri grunnskólans og skólastjóri leikskólans óska eftir breytingu á skóladagatali.
Samþykkt
Undir þessum dagskrárlið sat skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
Skólastjóri grunnskólans óskar eftir breytingu á skóladagatali Grunnskóla Fjallabyggðar. Haustþing KSNV verður haldið 30. ágúst nk. Skólastýra óskar eftir að fá heimild til að flytja skipulagsdag sem áætlaður er 30. september fram um einn mánuð, til 30. ágúst þannig að starfsfólk skólans geti sótt þingið. Að því tilefni óskar skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar einnig eftir því að skipulagsdagur í leikskólanum 30. september nk. verði fluttur yfir á vorönnina. Stutt er á milli skipulagsdaga í leikskólanum á haustönn en fáir skipulagdagar á vorönn. Áfram verður reynt að samræma skipulagsdaga í leik- og grunnskóla eins og kostur er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á skóladagatölum og felur skólastjórum að auglýsa breytinguna meðal foreldra.

4.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Fundarmenn leggja til áherslur eða hugmyndir fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2025 í málaflokkum nefndarinnar.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir hugmyndir og tillögur hennar fyrir komandi fjárhagsáætlunargerð. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarnefndar falið að taka saman hugmyndir nefndarinnar og vísa til bæjarráðs.

5.Starfsáætlun fræðslu- og frístundanefndar

Málsnúmer 2408014Vakta málsnúmer

Til kynningar er hugmynd að starfsáætlun fyrir fræðslu- og frístundanefnd.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd lýsir yfir áhuga á að vinna í gerð starfsáætlunar fyrir nefndina í því formi sem til kynningar var. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að halda áfram með vinnuna í samræmi við umræður á fundinum.
Nefndin lagði áherslu á að taka meiri tíma fyrir íþrótta- og frístundamál en fræðslumálin eru mjög fyrirferðamikil á fundum nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 13:20.