Skóladagatöl 2024-2025

Málsnúmer 2403001

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 139. fundur - 13.05.2024

Fyrir liggja drög að skóladagatölum Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2024-2025.
Undir þessum dagskrárlið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi stjórnendateymis Leikskóla Fjallabyggðar.
Skólastjórnendur fóru yfir drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Skóladagatölin eru samræmd á milli leik- og grunnskóla svo og við skóladagatal tónlistarskólans eins og hægt er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 19.08.2024

Skólastjóri grunnskólans og skólastjóri leikskólans óska eftir breytingu á skóladagatali.
Samþykkt
Undir þessum dagskrárlið sat skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
Skólastjóri grunnskólans óskar eftir breytingu á skóladagatali Grunnskóla Fjallabyggðar. Haustþing KSNV verður haldið 30. ágúst nk. Skólastýra óskar eftir að fá heimild til að flytja skipulagsdag sem áætlaður er 30. september fram um einn mánuð, til 30. ágúst þannig að starfsfólk skólans geti sótt þingið. Að því tilefni óskar skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar einnig eftir því að skipulagsdagur í leikskólanum 30. september nk. verði fluttur yfir á vorönnina. Stutt er á milli skipulagsdaga í leikskólanum á haustönn en fáir skipulagdagar á vorönn. Áfram verður reynt að samræma skipulagsdaga í leik- og grunnskóla eins og kostur er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á skóladagatölum og felur skólastjórum að auglýsa breytinguna meðal foreldra.