Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

139. fundur 13. maí 2024 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Jakob Kárason varaformaður
  • Sandra Finnsdóttir aðalm.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Upphaf skóladags á unglingastigi grunnskólans.

Málsnúmer 2404025Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar óskar eftir að gera könnun meðal foreldra á seinkun skóladags nemenda á unglingastigi.
Samþykkt
Undir þessum dagskrárlið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra grunnskólans.
Skólastjóri óskar eftir heimild fræðslu- og frístundanefndar til að gera könnun á viðhorfi foreldra til þess að skólabyrjun nemenda í 8.-10.bekk verði seinkað til 9:00 og nemendur tækju skólarútu frá Siglufirði kl. 8:30 í stað 7:40 sem nú er.
Fyrir um ári síðan barst fræðslu- og frístundanefnd erindi frá foreldrum þar sem skorað var á nefndina að skoða þetta. Skólaráð Grunnskóla Fjallabyggðar hefur einnig óskað eftir að kannaður verði möguleiki á þessum breytingum.
Fræðslu- og frístundanefnd veitir skólastjóra heimild til að kanna hug foreldra til þeirra breytinga sem um ræðir og óska eftir að niðurstöður könnunar verði lagðar fyrir nefndina.

2.Skólareglur Grunnskóla Fjallabyggðar uppfærðar 2024

Málsnúmer 2404037Vakta málsnúmer

Uppfæra þarf skólareglur Grunnskóla Fjallabyggðar. Breytingartillögur á blaðsíðu 15.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Undir þessum dagskrárlið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra. Skólastjóri leggur til breytingar á skólareglum Grunnskóla Fjallabyggðar. Breytingar felast í því að ávarpa ábyrgð nemenda og forráðafólks varðandi skaðabótaskyldu ef gerðar eru vísvitandi skemmdir á gögnum og munum grunnskólans.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á skólareglum fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fylgiskjöl:

3.Skóladagatöl 2024-2025

Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að skóladagatölum Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2024-2025.
Undir þessum dagskrárlið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi stjórnendateymis Leikskóla Fjallabyggðar.
Skólastjórnendur fóru yfir drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Skóladagatölin eru samræmd á milli leik- og grunnskóla svo og við skóladagatal tónlistarskólans eins og hægt er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Bréf um hljóðvist í skólum

Málsnúmer 2403053Vakta málsnúmer

Erindi frá Umboðsmanni barna þar sem hann skorar á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.
Lagt fram til kynningar
Erindi frá Umboðsmanni barna rætt. Umræður sköpuðust um mikilvægi góðrar hljóðvistar í skólahúsnæði. Í skólahúsnæðum Fjallabyggðar þarf víða að bæta hljóðvist og hvetur fræðslu- og frístundanefnd til þess að þeim úrbótum verði flýtt eins og kostur er. Sérstaklega þarf að bæta hljóðvist í matsölum grunnskólans.

Fundi slitið - kl. 13:00.