Upphaf skóladags á unglingastigi grunnskólans.

Málsnúmer 2404025

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 139. fundur - 13.05.2024

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar óskar eftir að gera könnun meðal foreldra á seinkun skóladags nemenda á unglingastigi.
Samþykkt
Undir þessum dagskrárlið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra grunnskólans.
Skólastjóri óskar eftir heimild fræðslu- og frístundanefndar til að gera könnun á viðhorfi foreldra til þess að skólabyrjun nemenda í 8.-10.bekk verði seinkað til 9:00 og nemendur tækju skólarútu frá Siglufirði kl. 8:30 í stað 7:40 sem nú er.
Fyrir um ári síðan barst fræðslu- og frístundanefnd erindi frá foreldrum þar sem skorað var á nefndina að skoða þetta. Skólaráð Grunnskóla Fjallabyggðar hefur einnig óskað eftir að kannaður verði möguleiki á þessum breytingum.
Fræðslu- og frístundanefnd veitir skólastjóra heimild til að kanna hug foreldra til þeirra breytinga sem um ræðir og óska eftir að niðurstöður könnunar verði lagðar fyrir nefndina.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 13.01.2025

Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um mikilvægi svefns þá sofa margir unglingar of lítið og hópur þeirra sem sofa of stutt fer stækkandi milli ára sem er mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of stutt sýna rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en ljóst er að tengsl svefns og andlegrar heilsu eru töluverð.

Nokkur umræða hefur áður farið fram um að seinka byrjun á skóladeginum hjá 8. - 10. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar og hefur staðið til að kanna hug forráðafólks elstu nemenda til slíkrar breytingar.
Árgangarnir myndu þá byrja seinna að morgni en stjórnendur og starfsfólk skólans útfæra fyrirkomulagið eins og best hentar í skólastarfinu í samstarfi við fulltrúa nemenda og forráðafólks.
Samþykkt
Undir þessum lið sat Ása Björk Stefánsdóttir skólastýra Grunnskóla Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að lögð verði könnun fyrir foreldra 7.-9. bekkjar um hugsanlega seinkun á upphafi skóladags nemenda á unglingastigi frá og með næsta hausti. Skólastýra framkvæmir könnunina.