Upphaf skóladags á unglingastigi grunnskólans.

Málsnúmer 2404025

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 139. fundur - 13.05.2024

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar óskar eftir að gera könnun meðal foreldra á seinkun skóladags nemenda á unglingastigi.
Samþykkt
Undir þessum dagskrárlið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra grunnskólans.
Skólastjóri óskar eftir heimild fræðslu- og frístundanefndar til að gera könnun á viðhorfi foreldra til þess að skólabyrjun nemenda í 8.-10.bekk verði seinkað til 9:00 og nemendur tækju skólarútu frá Siglufirði kl. 8:30 í stað 7:40 sem nú er.
Fyrir um ári síðan barst fræðslu- og frístundanefnd erindi frá foreldrum þar sem skorað var á nefndina að skoða þetta. Skólaráð Grunnskóla Fjallabyggðar hefur einnig óskað eftir að kannaður verði möguleiki á þessum breytingum.
Fræðslu- og frístundanefnd veitir skólastjóra heimild til að kanna hug foreldra til þeirra breytinga sem um ræðir og óska eftir að niðurstöður könnunar verði lagðar fyrir nefndina.