Bæjarstjórn Fjallabyggðar

246. fundur 10. júlí 2024 kl. 13:00 - 14:05 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Rósa Jónsdóttir varafulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024.

Málsnúmer 2406005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 7, 8 og 10
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Engin tók til máls.
  • 1.1 2406007 Ástand knattspyrnusvæða í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024. Bæjarráð þakkar fulltrúum Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) fyrir komuna á fundinn og góðar umræður á fundinum. Bæjarráð þakkar KF fyrir góð svör varðandi þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til þess að takast á við ástandið á Ólafsfjarðarvelli. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að fylgja málinu eftir, athuga hvort uppfæra þurfi tækjakost og leggja tillögu fyrir bæjarráð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.2 2312022 Starfshópur um móttöku skemmtiferðaskipa.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024. Bæjarráð felur tæknideild að hefja vinnu við frumdrög að hönnun nýs svæðis og nýrrar tenderbryggju við Innri-höfn fyrir móttöku skemmtiferðaskipa. Bæjarráð óskar eftir skýrslu um málið eigi síðar en 15. september næstkomandi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.3 2405066 Verðtilboð í skóla- og frístundaakstur 2024-2027
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Suðurleiða í skóla- og frístundaakstur 2024-2027. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.4 2406050 Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 2 áfangi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024. Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti heimild fyrir lokuðu útboði á 2. áfanga Aðalgötu Ólafsfirði. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.7 2308063 Framkvæmdir á vegum Fjallabyggðar í kirkjugarði á Saurbæjarási
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024. Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati á verkefninu frá tæknideild um þau atriði sem koma fram í innsendu erindi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.8 2406058 Umsókn um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi, sápuboltinn
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn um tækifærisleyfi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.10 2401003 Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024.

Málsnúmer 2407001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enging tók til máls.
  • 2.3 2406016 Umsókn um lóð - Suðurgata 85
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.4 2201057 Sundlaug Ólafsfirði,framkvæmdir á útisvæði.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Trésmíði ehf. upp á kr. 7.912.900,- Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.5 2303040 Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2024-2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð þakkar Consello tryggingamiðlurum fyrir minnisblaðið og samþykkir að taka tilboði Sjóvár um vátryggingar Fjallabyggðar og tengdra aðila. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.6 2406059 Ósk um þátttöku Fjallabyggðar í tónlistarnámi utan lögheimilissveitarfélags
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð samþykkir, sbr. reglur Fjallabyggðar um skólavist í tónlistarskólum utan sveitarfélagsins, að verða við beiðninni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.7 2407003 Umsókn um leyfi til að skjóta varg á Siglunesi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð getur í ljósi þess að nú þegar eru í gildi samningar við skyttur um eyðingu vargs ekki orðið við beiðninni sbr. umsögn deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.8 2406060 Fyrirspurn vegna lóðar á Suðurgötu 28
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðni umsækjanda um stoðvegg á lóðarmörkum og vísar fyrirspurn um lóð Suðurgötu 28b til skipulags- og umhverfisnefndar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.9 2407013 Tannlæknastofan í Hornbrekku - ósk um endurnýjun á samningi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð samþykkir að verða við ósk um endurnýjun leigusamnings. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.10 2407011 Beiðnir frá stýrihópi um Síldarævintýrið 2024.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð þakkar stýrihópi um Síldarævintýri fyrir erindið. Bæjarráð tekur vel í flestar framkomnar óskir hópsins og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við forsvarsmenn hópsins.
    Bæjarráð samþykkir lokun Vetrarbrautar frá Aðalgötu frá 17:30 frá 1. ágúst til mánudagsmorguns (5. ágúst).
    Bæjarráð samþykkir einnig lokun Aðalgötu við Túngötu að Grundargötu, Lækjargötu frá Aðalgötu að Gránugötu frá hádegi föstudagsins 2. ágúst til mánudagsmorguns 5. ágúst.
    Að lokum samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti leyfi fyrir að spila lifandi tónlist til klukkan 23:30 og að haldin verði flugeldasýning laugardagskvöldið 3. ágúst.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.11 2407014 Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð samþykkir að verða við tilboði innviðaráðuneytisins um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli. Deildarstjóra tæknideildar falið að afgreiða málið fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Kosning í bæjarráð skv. A-lið 46. gr. samþykktar um stjórn Fjallabyggðar. Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að aðalmenn í bæjarráði yrðu: Guðjón M. Ólafsson formaður, A-lista, S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D-lista og Helgi Jóhannsson, H-lista. Til vara : Sæbjörg Ágústsdóttir A-lista, Tómas Atli Einarsson, D-lista og Þorgeir Bjarnason, H-lista.
Sjálfstæðisflokkurinn gerir eftirfarandi breytingu í skipulags- og umhverfisnefnd. Tómas Atli Einarsson kemur inn sem aðalmaður og verður jafnframt varaformaður. Birna Sigurveig Björnsdóttir verður varamaður.
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

4.Ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Leyningsás um fjárstuðning vegna framkvæmda við skíðasvæðið í Skarðdal ásamt vinnuskjali verkefnahóps um skíðasvæðið.

Til máls tóku: Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atli Einarsson, Þorgeir Bjarnarson og S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að verða við beiðni stjórnar Leyningsáss ses. um fjárframlag til uppbyggingar og viðhalds vegna skíðasvæðisins í Skarðsdal skv. framlögðum gögnum og kostnaðaráætlun frá stjórn Leyningsáss ses. og verkefnahóps um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal, sem lögð var fram á 835. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Fjallabyggð mun greiða skv. framlögðum og samþykktum framvindureikningum af stjórn Leyningsáss. Bæjarstjórn mælist til að stjórn Leyningsás vinni áfram náið með verkefnahópi um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal, hvað varðar framkvæmdir og framvindu verkefnisins.

Framkvæmdin er í umsjón stjórnar Leyningsás og áætlaður verktími er í sumar og fram á haust. Ráðinn verður verktaki/verkefnastjóri, af Leyningsási ses., sem mun hafa yfirumsjón með framkvæmdunum.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2024

Málsnúmer 2407024Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 32. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar þar til bæjarstjórn kemur saman á ný.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 14:05.