Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 7, 8 og 10
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
.1
2406007
Ástand knattspyrnusvæða í Fjallabyggð
Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) fyrir komuna á fundinn og góðar umræður á fundinum. Bæjarráð þakkar KF fyrir góð svör varðandi þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til þess að takast á við ástandið á Ólafsfjarðarvelli. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að fylgja málinu eftir, athuga hvort uppfæra þurfi tækjakost og leggja tillögu fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.2
2312022
Starfshópur um móttöku skemmtiferðaskipa.
Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024.
Bæjarráð felur tæknideild að hefja vinnu við frumdrög að hönnun nýs svæðis og nýrrar tenderbryggju við Innri-höfn fyrir móttöku skemmtiferðaskipa. Bæjarráð óskar eftir skýrslu um málið eigi síðar en 15. september næstkomandi.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.3
2405066
Verðtilboð í skóla- og frístundaakstur 2024-2027
Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Suðurleiða í skóla- og frístundaakstur 2024-2027.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.4
2406050
Þjóðvegur í þéttbýli, Ólafsfirði, 2 áfangi
Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024.
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti heimild fyrir lokuðu útboði á 2. áfanga Aðalgötu Ólafsfirði.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.7
2308063
Framkvæmdir á vegum Fjallabyggðar í kirkjugarði á Saurbæjarási
Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024.
Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati á verkefninu frá tæknideild um þau atriði sem koma fram í innsendu erindi.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.8
2406058
Umsókn um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi, sápuboltinn
Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn um tækifærisleyfi.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.10
2401003
Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024
Bæjarráð Fjallabyggðar - 836. fundur - 28. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.