Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024.

Málsnúmer 2407001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 246. fundur - 10.07.2024

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enging tók til máls.
  • .3 2406016 Umsókn um lóð - Suðurgata 85
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .4 2201057 Sundlaug Ólafsfirði,framkvæmdir á útisvæði.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Trésmíði ehf. upp á kr. 7.912.900,- Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .5 2303040 Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2024-2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð þakkar Consello tryggingamiðlurum fyrir minnisblaðið og samþykkir að taka tilboði Sjóvár um vátryggingar Fjallabyggðar og tengdra aðila. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .6 2406059 Ósk um þátttöku Fjallabyggðar í tónlistarnámi utan lögheimilissveitarfélags
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð samþykkir, sbr. reglur Fjallabyggðar um skólavist í tónlistarskólum utan sveitarfélagsins, að verða við beiðninni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .7 2407003 Umsókn um leyfi til að skjóta varg á Siglunesi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð getur í ljósi þess að nú þegar eru í gildi samningar við skyttur um eyðingu vargs ekki orðið við beiðninni sbr. umsögn deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .8 2406060 Fyrirspurn vegna lóðar á Suðurgötu 28
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðni umsækjanda um stoðvegg á lóðarmörkum og vísar fyrirspurn um lóð Suðurgötu 28b til skipulags- og umhverfisnefndar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .9 2407013 Tannlæknastofan í Hornbrekku - ósk um endurnýjun á samningi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð samþykkir að verða við ósk um endurnýjun leigusamnings. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .10 2407011 Beiðnir frá stýrihópi um Síldarævintýrið 2024.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð þakkar stýrihópi um Síldarævintýri fyrir erindið. Bæjarráð tekur vel í flestar framkomnar óskir hópsins og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við forsvarsmenn hópsins.
    Bæjarráð samþykkir lokun Vetrarbrautar frá Aðalgötu frá 17:30 frá 1. ágúst til mánudagsmorguns (5. ágúst).
    Bæjarráð samþykkir einnig lokun Aðalgötu við Túngötu að Grundargötu, Lækjargötu frá Aðalgötu að Gránugötu frá hádegi föstudagsins 2. ágúst til mánudagsmorguns 5. ágúst.
    Að lokum samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti leyfi fyrir að spila lifandi tónlist til klukkan 23:30 og að haldin verði flugeldasýning laugardagskvöldið 3. ágúst.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .11 2407014 Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 5. júlí 2024. Bæjarráð samþykkir að verða við tilboði innviðaráðuneytisins um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli. Deildarstjóra tæknideildar falið að afgreiða málið fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.