Bæjarráð Fjallabyggðar

845. fundur 30. september 2024 kl. 10:00 - 11:02 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varafulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Staða framkvæmda og viðhalds 2024

Málsnúmer 2405034Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit yfir stöðu framkvæmda og viðhalds 2024 ásamt minnisblaði deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar um stöðuna.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram til umræðu og kynningar og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að leggja fyrir bæjarráð viðauka í samræmi við ákvörðun bæjarráðs 07.06.2024 síðastliðinn. Einnig er deildarstjóra falið að leggja fyrir tillögu að viðauka sem réttir fjárfestingaáætlun ársins 2024 af m.v. raunstöðu.
Þá er deildarstjóra einnig falið að leggja fyrir bæjarráð viðaukabeiðni vegna ófyrirséðs kostnaðar við dælingu, hreinsun og viðgerðir úr fráveitukerfi þegar sá kostnaður liggur endanlega fyrir til viðbótar við þá fjármuni sem eru þegar áætlaðir til viðhalds.

2.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað bæjarstjóra og tæknideildar um stöðu verkefna vegna endurbóta á fráveitukerfi á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og tæknideild fyrir uppfært minnisblað. Bæjarstjóra falið að óska eftir að fulltrúar Ofanflóðasjóðs mæti á fund bæjarráðs til þess að fara yfir sameiginleg verkefni sveitarfélagsins og sjóðsins.

3.Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2408001Vakta málsnúmer

Á 842. fundi bæjarráðs voru tekin fyrir tilboð í útboðsverkin Skálarhlíð-br. á 2. hæð 2024 - íbúð 2A og Skálarhlíð-br. á 3. hæð 2024 - íbúð C. Á fundinum samþykkti bæjarráð tilboð Berg byggingarfélags ehf.
Á 248. fundi bæjarstjórnar var afgreiðslu málsins frestað vegna nýframkominna upplýsinga og því vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Berg byggingafélags ehf. kr. 14.496.994 í lagfæringar á íbúð 2A, en í ljósi framkominna upplýsinga og óviðráðanlegra aðstæðna að hætta við aðra hluta útboðsins.
Bæjarráð vill enn og aftur árétta mikilvægi þess að verkefnið verði innan tímamarka í ljósi þess að töluverð eftirspurn er eftir íbúðum á Skálarhlíð.

4.Vatnsveita í Brimnesdal

Málsnúmer 2404005Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað tæknideildar ásamt minnisblaði EFLU verkfræðistofu um stöðu vatnsveituverkefnisins í Brimnesdal í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild er falið að vinna málið áfram í samræmi við tillögur sem koma fram í minnisblaði.

5.Erindi vegna laxeldis á Tröllaskaga

Málsnúmer 2409067Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Laxóss ehf. til sveitarfélaga við Eyjafjörð vegna sjókvíaeldis með ófrjóan lax eða sértækt skiptieldi með silung eða eðlilegan lax.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum Laxóss fyrir erindið og felur bæjarstjóra að boða þá á fund bæjarráðs við fyrsta tækifæri.

6.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Hornbrekka

Málsnúmer 2409107Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar dvalarheimilisins Hornbrekku um tækifærisleyfi til áfengisveitinga.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tímabundið tækifærisleyfi til áfengisveitinga.

7.Endurbætur - Bylgjubyggð 2b

Málsnúmer 2409111Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu tilboð verktaka í ýmis verk til endurbóta á Bylgjubyggð 2b og Strandgötu 20 í Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að ráðast í flotun á gólfi efri hæðar Standgötu 20. í Ólafsfirði, en vísar að öðru leyti verkefnum til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

8.Erindi vegna vatnstjóns - Eyrargata 15

Málsnúmer 2408048Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Þórðar Georgs Andersen vegna vatnstjóns á húseign hans að Eyrargötu 15.
Bæjarráð þakkar Þórði Georg Andersen fyrir innsent erindi. Sveitarfélagið getur ekki orðið við beiðninni.

9.Skipulagsdagurinn 2024

Málsnúmer 2409108Vakta málsnúmer

Skipulagsdagurinn verður haldinn þann 17. október á Hilton Nordica. Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Fagfólk, kjörnir fulltrúar og allt áhugafólk um skipulag er hvatt til að taka daginn frá.
Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2409109Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi boð til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, miðvikudaginn 9. október kl. 11:30.
Lagt fram til kynningar.

11.Opinn fundur fyrir sveitarfélög um vottanir bygginga og græna hvata

Málsnúmer 2409115Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að opnum fundi fyrir öll sveitarfélög landsins með það að markmiðið að fræða um vottanir bygginga og þá grænu hvata sem í boði eru.

Fundurinn er hluti að tveimur aðgerðum 5.2.6 Fræðsla til sveitarfélaga um vottanir og 6.2 Efla umræður og fræðslu á samstarfsvettvangi sveitarfélaga um græna fjármögnunarmöguleika sveitarfélaga og hagræna hvata sem þau geta boðið upp á fyrir vistvæna mannvirkjagerð sem finna má í vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 sem gefinn var út af Byggjum grænni framtíð sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Á fundinum munu sérfræðingar fjalla um mismunandi vottunarkerfi, reynslu sveitarfélaga, grænar fjármagnanir og fleira.

Fundurinn verður haldinn á Teams. Áhugasamir hvattir til þess að skrá sig.
Lagt fram til kynningar.

12.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Mál frá nefndasviði Alþingis eru lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:02.