Staða framkvæmda og viðhalds 2024

Málsnúmer 2405034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17.05.2024

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram og fór yfir bókfærða stöðu áfallins viðhaldskostnaðar á árinu ásamt stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirferð á framkvæmdum og viðhaldi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21.06.2024

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir stöðu verkefna tækndeildar.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir komuna á fundinn og yfirferð á verkefnum deildarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 845. fundur - 30.09.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit yfir stöðu framkvæmda og viðhalds 2024 ásamt minnisblaði deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar um stöðuna.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram til umræðu og kynningar og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að leggja fyrir bæjarráð viðauka í samræmi við ákvörðun bæjarráðs 07.06.2024 síðastliðinn. Einnig er deildarstjóra falið að leggja fyrir tillögu að viðauka sem réttir fjárfestingaáætlun ársins 2024 af m.v. raunstöðu.
Þá er deildarstjóra einnig falið að leggja fyrir bæjarráð viðaukabeiðni vegna ófyrirséðs kostnaðar við dælingu, hreinsun og viðgerðir úr fráveitukerfi þegar sá kostnaður liggur endanlega fyrir til viðbótar við þá fjármuni sem eru þegar áætlaðir til viðhalds.