Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5, 9 og 10.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2408040
Fráveitukerfi á Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024.
Bæjarráð þakkar Jóhanni K. Jóhannssyni slökkviliðsstjóra og Óðni Frey Rögnvaldssyni starfandi bæjarverkstjóra fyrir samantektina og tillögur úrbótum.
Bæjarráð felur tæknideild að ráðast þegar í stað í eftirfarandi:
· Hreinsa farveg Hvanneyrarár og laga árfarveginn.
· Gera við lagnir og brunna í Hvanneyrarlind
· Setja upp vöktunarbúnað á allar fráveitudælur sbr. minnisblað.
· Leggja fyrir bæjarráð tillögu að kaupum ásamt verði fyrir varadælubúnaði og varaafli fyrir alla dælubrunna.
· Gera tillögu að úrbótum á fráveitu undir Hafnargötu við Snorragötu 2, 6, 10, 12, 14 og 16. Vesturveggur á Snorragötu 6 er illa farinn. Veita þarf vatni sem kemur undan bakkanum greiða leið í sjó fram.
· Mynda allar lagnir á Eyrinni til þess að átta sig á ástandi lagna.
· Að hefja samtal við Ofanflóðasjóð um endurbætur á frágangi ofanvatnslausna við snjóflóðagarða svo ofanvatn frá varnarmannvirkjum endi ekki í fráveitukerfi sveitarfélagsins.
· Að koma læk við Hólaveg 15-17 út úr fráveitukerfinu.
· Að koma læk við á horni Suðurgötu og Hávegar úr fráveitukerfinu.
· Halda áfram með fyrirbyggjandi aðgerðir, sbr. hreinsun á fráveitukerfi sem nú er í fullum gangi.
Bæjarráð samþykkir að útbúin verði viðauki að fjárhæð 30.000.000,- og tekið verði af handbæru fé til fjármögnunar viðaukans. Viðaukinn er til þess að standa straum af búnaðarkaupum að tillögu slökkviliðsstjóra og bæjarverkstjóra.
Bæjarstjóra falið að óska eftir tilboðum í úttekt á fráveitukerfi Fjallabyggðar frá óháðum aðilum með reynslu af sambærilegum verkefnum. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hvernig auka má afkastagetu núverandi fráveitukerfis svo koma megi í veg fyrir að atburðir föstudagsins 23.ágúst 2024 endurtaki sig ekki. Innifalið í þeirri vinnu er einnig óskað eftir að til sé aðgerðaráætlun til að bregðast við óvæntum atburðum, s.s. bilunum, stíflum og öðru sem gerir það að verkum að kerfið virkar ekki eins og til er ætlast
Bæjarráð þakkar fulltrúa Consello, Guðmundi M. Ásgrímssyni fyrir komuna á fundinn og fyrir yfirferð á tryggingalegri stöðu sveitarfélagsins. Deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála falið að vinna málið áfram í samvinnu við Consello í samræmi við umræður á fundinum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.2
2401036
Samningur um þjónustukaup
Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024.
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.3
2408051
Trúnaðarmál
Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.4
2408031
Viðhaldsmál Íþróttamiðstöðvar Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024.
Bæjarráð þakkar forstöðumanni Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar fyrir komuna á fundinn og fyrir greinargóða skýrslu um ástand íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði. Málinu vísað til tæknideildar og deildinni falið að fá utanaðkomandi úttektaraðila til þess að leggja fyrir bæjarráð kostnaðar- og aðgerðaáætlun á t.d. ástandi þaks, lagnakjallara, raflagna, brunavarna og annarra brýnna viðhaldsverkefna sbr. skýrslu forstöðumanns.
Bæjarráð beinir því til forstöðumanns að hefjast þegar handa við að lagfæra veggi og gólf í sturtuklefum, slípa gólf í kringum sundlaugarker og skipta út ljósum í sundlaug.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.5
2408006
Styrkveitingar Fjallabyggðar 2025
Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir umsóknum í eftirfarandi flokkum:
- Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (félög/félagasamtök)
- Styrkir til menningarmála
- Styrkir til fræðslumála
- Styrkir til reksturs safna og setra
- Styrkir til hátíða og stærri viðburða
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.9
2408029
Listaverk á lóð að Aðalgötu 14
Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024.
Bæjarráð samþykkir að verða við beiðni Jökuls ehf. og beinir því til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að finna verkinu nýja staðsetningu í samráði við listamanninn.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.10
2408043
Ósk um styrk vegna heimildamyndarinnar MAÐURINN SEM ELSKAR TÓNLIST
Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30. ágúst 2024.
Bæjarráð þakkar innsent erindi en getur því miður ekki orðið við beiðninni.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.