Vallarbraut - færsla á gangstétt

Málsnúmer 2408012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14.08.2024

Lögð fram beiðni framkvæmdaraðila við Vallarbraut þar sem óskað er eftir að útfærsla gangstéttar við austurhlið Vallarbrautar verði með þeim hætti að bílastæðin séu við götuna og gangstétt nær húsunum til að koma í veg fyrir akandi umferð yfir gangstéttina, líkt og er gert ráð fyrir hinum megin götunnar. Sjá breytingu í meðfylgjandi skjali.
Samþykkt
Nefndin samþykkir breytinguna með vísun í 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Óskað er eftir uppfærðum aðaluppdráttum.