Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar hitaveituborholu við Ósbrekku

Málsnúmer 2406035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14.08.2024

Lögð fram umsókn Norðurorku um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar hitaveituborholu við Ósbrekku í Ólafsfirði. Staðsetning nýrrar borholu kallar á óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 og fylgir því einnig uppdráttur með breytingartillögu dags. 28.6.2028.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 verði samþykkt og afgreidd skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á breytingu aðalskipulags.