Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - hafnarsvæðið Siglufirði

Málsnúmer 2310071

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308. fundur - 07.02.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar sem gerð er vegna vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins á Siglufirði.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis Siglufjarðar verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22.05.2024

Lögð fram að nýju aðalskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæðið á Siglufirði. Breyting var gerð á umhverfisskýrslu eftir yfirferð Skipulagsstofnunar.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða nýju deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis Siglufjarðar, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 244. fundur - 30.05.2024

Á 311. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram að nýju aðalskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæðið á Siglufirði. Breyting var gerð á umhverfisskýrslu eftir yfirferð Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða nýju deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis Siglufjarðar, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða nýju deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis Siglufjarðar, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14.08.2024

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 var auglýst með athugasemdafresti frá 7. júní 2024 til 19. júlí 2024. Umsagnir bárust frá 7 aðilum; Rarik, Minjastofnun, Skipulagsráði Dalvíkurbyggðar, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Samantekt umsagna og svör við þeim er í fylgiskjali 240807_umsagnir_samantekt_hafnarsv.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við meðfylgjandi samantekt. Skipulagsstofnun verður send tillagan til yfirferðar þegar gögn hafa verið uppfærð í samræmi við þær ábendingar sem bárust, skv. 2.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 147. fundur - 05.09.2024

Lagðar fram til kynningar athugasemdir/umsagnir og svör við þeim vegna kynningar á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar við hafnar- og athafnasvæðið á Siglufirði, sem auglýst var frá 30.6 - 19.7 sl.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.