Hafnarstjórn Fjallabyggðar

143. fundur 29. janúar 2024 kl. 16:15 - 18:05 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur 2023

Málsnúmer 2301054Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár.
Á Siglufirði höfðu þann 31. desember 2023, 15019 tonn borist á land í 1180 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 15916 tonn í 1331 löndunum. Á Ólafsfirði höfðu 135 tonn borist á land í 122 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 411 tonn í 157 löndunum. Af aflatölum 2023 á Siglufirði eru 1395 tonn frosin rækja.
Aflatölur árið 2024 frá 1. janúar til 26. janúar eru 310 tonn í 15 löndunum á Siglufirði. Samtímatölur fyrra árs eru 283 tonn í 14 löndunum. Engum afla hefur verið landað á Ólafsfirði það sem af er ári.

2.Samantekt frá yfirhafnarverði

Málsnúmer 2211081Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir ýmis málefni Fjallabyggðahafna.
Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir góða kynningu og felur yfirhafnarverði að láta þykktarmæla löndunarkranann við Togarabryggju og í framhaldi óska eftir tilboðum í viðgerð á krananum. Kraninn þarf að vera tilbúin til notkunar 15 mars næstkomandi. Yfirhafnarverði einnig falið að fá verð í endurbætur á fenderum á flotbryggju við innri höfn. Myndavélakerfi hefur verið pantað fyrir báðar hafnir, yfirhafnarverði falið að fá tilboð í uppsetningu á kerfinu.

3.Innri höfn, þekja

Málsnúmer 2401080Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð þann 23 janúar í verkefnið "Innri höfn, steypt þekja og lagnir 2024". Tvö tilboð bárust í verkefnið frá eftirtöldum aðilum:
Bás ehf 80.033.470
Sölvi Sölvason 86.071.998
Kostnaðaráætlun 109.960.700
Vegagerðin hefur yfirfarið tilboðin og leggur til við hafnarstjórn að samið verði við lægstbjóðanda.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti.

4.Fundadagatal nefnda 2024

Málsnúmer 2401009Vakta málsnúmer

Tillaga að fundadagatali nefnda, stjórna og ráða á vegum Fjallabyggðar fyrir árið 2024 lagt fram til yfirferðar.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2401079Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

6.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2024

7.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023.

Málsnúmer 2301017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - hafnarsvæðið Siglufirði

Málsnúmer 2310071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Siglingavernd 2024

Málsnúmer 2401023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Hafnasambandsþing 2024

Málsnúmer 2401043Vakta málsnúmer

Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands verður haldið 24.-25. október 2024 á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:05.