Hafnarstjórn Fjallabyggðar

147. fundur 05. september 2024 kl. 16:15 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Ásgeir Frímannsson varam.
  • Ægir Bergsson aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir hafnarstjóri
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Jón Valgeir Baldursson var fjarverandi.

1.Aflatölur 2024

Málsnúmer 2402035Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við
fyrra ár.
Á Siglufirði höfðu þann 5. september 2024, 8066 tonn borist á land í 1138 löndunum,
samtímatölur fyrra árs eru 9073 tonn í 993 löndunum.

Þá hefur frosinni rækju verið landað samtals 2292 tonn árið 2024 en 939 tonn árið 2023. Rækjan er ekki inn í löndunartölum

Á Ólafsfirði höfðu 132 tonn borist á land í 112 löndunum þann 5. september 2024, samtímatölur fyrra árs eru 134 tonn í 121 löndunum.



2.Færsla á flotbryggju í innri höfn, Siglufirði

Málsnúmer 2404050Vakta málsnúmer

Lagt fram kostnaðarmat deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar færslu á flotbryggju við Innri höfn, Siglufirði.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Hafnarstjórn þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir kostnaðarmatið og leggur áherslu á að málið verði skoðað í heildarsamhengi við hugsanlegar aðrar viðbætur á flotbryggjum og lengingu á grjótgörðum í innri höfn.

3.Samantekt frá yfirhafnarverði

Málsnúmer 2211081Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt frá yfirhafnarverði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir framlagða samantekt. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að fá öflugri landtengingu fyrir varðskipið Freyju. Núverandi tenging er 160A.

4.Færsla á flotbryggju í Ólafsfirði

Málsnúmer 2407008Vakta málsnúmer

Þar sem talsverðar umræður hafa verið í hafnarstjórn varðandi hreyfingu á bátum við flotbryggju í Ólafsfjarðarhöfn var yfirhafnarverði falið að skoða kostnað varðandi færslu bryggjunnar. Lögð fram kostnaðaráætlun við verkið.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Hafnarstjórn þakkar fyrir framlagða kostnaðaráætlun og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

5.Skoðunarskýrslur vinnueftirlits á löndunarkrönum

Málsnúmer 2407049Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar skoðunarskýrslur frá vinnueftirlitinu á löndunarkrönum í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Þeir löndunarkranar sem nú eru í notkun reyndust í góðu lagi. Brugðist hefur verið við ábendingum. Einn krani sem var orðinn illa farinn hefur verið fjarlægður.

6.Áætlun um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum 2023-2026

Málsnúmer 2307012Vakta málsnúmer

Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa í höfnum Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Samkvæmt 6. grein reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum, ber höfnum að skila áætlunum þess efnis. Umhverfisstofnun hefur staðfest áætlun frá höfnum Fjallabyggðar.

7.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar athugasemdir/umsagnir og svör við þeim vegna kynningar á tillögu deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði, sem auglýst var frá 30.6 - 19.7 sl.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - hafnarsvæðið Siglufirði

Málsnúmer 2310071Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar athugasemdir/umsagnir og svör við þeim vegna kynningar á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar við hafnar- og athafnasvæðið á Siglufirði, sem auglýst var frá 30.6 - 19.7 sl.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Vöruflutningar og heimafloti 2023

Málsnúmer 2408053Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla vöruflutninga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.