Færsla á flotbryggju í innri höfn, Siglufirði

Málsnúmer 2404050

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16.04.2024

Tekin fyrir hugsanleg breyting á legu flotbryggjunnar í Innri höfninni á Siglufirði.
Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að kostnaðarmeta framkvæmdina og eiga samtal við Vegagerðina vegna kostnaðarþátttöku í verkinu.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 147. fundur - 05.09.2024

Lagt fram kostnaðarmat deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar færslu á flotbryggju við Innri höfn, Siglufirði.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Hafnarstjórn þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir kostnaðarmatið og leggur áherslu á að málið verði skoðað í heildarsamhengi við hugsanlegar aðrar viðbætur á flotbryggjum og lengingu á grjótgörðum í innri höfn.