Hafnarstjórn Fjallabyggðar

145. fundur 16. apríl 2024 kl. 16:15 - 17:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varam.
  • Ægir Bergsson aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri
  • Sigríður Ingvarsdóttir hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Jón Valgeir Baldursson aðalmaður boðaði forföll og varamaður einnig.

1.Færsla á flotbryggju í innri höfn, Siglufirði

Málsnúmer 2404050Vakta málsnúmer

Tekin fyrir hugsanleg breyting á legu flotbryggjunnar í Innri höfninni á Siglufirði.
Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að kostnaðarmeta framkvæmdina og eiga samtal við Vegagerðina vegna kostnaðarþátttöku í verkinu.

2.Innri höfn, þekja

Málsnúmer 2401080Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar af nýrri þekju við Innri höfn, Siglufirði. Taka þarf afstöðu til staðsetningar á lagnahúsi.
Hafnarstjórn samþykkir staðsetningu á lagnahúsi nyrst á vesturhluta þekjunnar.

3.Aflatölur 2024

Málsnúmer 2402035Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár.
Á Siglufirði höfðu þann 16. apríl 2825 tonn borist á land í 77 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 3820 tonn í 90 löndunum. Á Ólafsfirði höfðu 57 tonn borist á land í 43 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 62 tonn í 35 löndunum.

4.Samantekt frá yfirhafnarverði

Málsnúmer 2211081Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt frá yfirhafnarverði.
Hafnarstjórn þakkar yfirhafnarverði fyrir samantektina og hafnarstjóra fyrir yfirferðina.

5.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2024

6.Erindi frá Hollvinasamtökum Maríu Júlíu

Málsnúmer 2404022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hollvinasamtökum Maríu Júlíu þar sem sótt er um legupláss fyrir Maríu Júlíu í höfninni á Siglufirði. Til stendur að gera skipið upp í slipp hjá Norðursiglingu á Húsavík en þangað kemst hún ekki fyrr en togbraut er tilbúin í lok næsta sumars.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við beiðninni. Erindi hafnað.

7.Skil á viðbragðsáætlun og skýrslu um mengunarvarnaæfingar ofl. fyrir árið 2023

Málsnúmer 2403061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:10.