Umsókn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2406022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19.06.2024

Lögð fram umsókn Atla Jónssonar, dags. 10.6.2024 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar á Saurbæjarási, Siglufirði sem heimili byggingu smáhýsa á frístundalóðunum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin felur tæknideild að útfæra breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar við Saurbæjarás þannig að heimild verði fyrir einu smáhýsi innan hverrar lóðar í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. gr. 2.3.5. lið f. Breytingin telst óveruleg þar sem nú þegar eru smáhýsi við flest frístundahúsin á svæðinu og verður því grenndarkynnt eigendum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 313. fundur - 14.08.2024

Grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðar við
Saurbæjarás fór fram á tímabilinu 1. júlí til 8. ágúst 2024. Eigendur frístundahúsa og
lóðarleiguhafar fengu upplýsingar um fyrirhugaða breytingu deiliskipulags sem felur í
sér að heimilt verður á reisa eitt smáhýsi á hverri lóð. Fjórar umsagnir bárust á kynningartímanum, svör við þeim er í fylgiskjali; Samantekt umsagna vegna grenndarkynningar.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags frístundabyggðar við Saurbæjarás verði samþykkt.