Eyrarflöt 22- 28 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2402003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308. fundur - 07.02.2024

Lögð fram umsókn L-7 ehf. um raðhúsalóðina Eyrarflöt 22-28 sem auglýst var laus til umsóknar frá 8. - 20.janúar sl.
Vísað til nefndar
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við deiliskipulag Eyrarflatar frá 2013 m.s.br.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16.02.2024

Lögð fram umsókn L-7 ehf. um raðhúsalóðina Eyrarflöt 22-28 sem auglýst var laus til umsóknar frá 8. - 20.janúar sl. Umsögn skipulags- og umhverfisnefndar einnig lögð fram.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti. Tæknideild falið að ljúka gatnagerð og yfirborðsfrágangi við Eyrarflöt við fyrsta tækifæri.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12.09.2024

Þar sem engin gögn bárust innan tímafrests sem rann út 22. ágúst sl., hefur lóðarúthlutun Eyrarflatar 22-28 fallið úr gildi.
Lóðin Eyrarflöt 22-28 er laus til úthlutunar að nýju og verður auglýst skv. reglum um útlhutun lóða í Fjallabyggð.