Bæjarráð Fjallabyggðar

821. fundur 16. febrúar 2024 kl. 08:15 - 10:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Beiðni um fast framlag vegna Kvíabekkjarkirkju

Málsnúmer 2309088Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Hollvinafélags Kvíabekkjarkirkju þar sem óskað er eftir föstu fjárframlagi frá Fjallabyggð næstu þrjú árin til uppbyggingar og endurbóta á Kvíabekkjarkirkju. Bæjarráð óskaði eftir því að fá forsvarsmenn félagsins á sinn fund til að fara yfir verkefnið og mögulega aðkomu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar forsvarskonu verkefnisins fyrir komuna á fundinn.
Sveitarfélagið hefur á síðastliðnum árum komið að verkefninu með styrkveitingum og lýsir yfir áhuga á áframhaldandi aðkomu að þeim hluta verkefnis Hollvinafélagsins er lýtur að uppbyggingu Kvíabekkjar sem sögu- og áfangastaðar í Ólafsfirði. Bæjarstjóra falið að gera drög að samkomulagi við Hollvinafélagið í samræmi við umræður á fundinum.

2.Eyrarflöt 22- 28 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2402003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn L-7 ehf. um raðhúsalóðina Eyrarflöt 22-28 sem auglýst var laus til umsóknar frá 8. - 20.janúar sl. Umsögn skipulags- og umhverfisnefndar einnig lögð fram.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti. Tæknideild falið að ljúka gatnagerð og yfirborðsfrágangi við Eyrarflöt við fyrsta tækifæri.

3.Aðalgata, Siglufirði

Málsnúmer 2401086Vakta málsnúmer

Á 820. fundi bæjarráðs óskaði deildarstjóri tæknideildar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda útboð vegna verkefnisins. Á fundinum óskaði bæjarráð eftir umsögn tæknideildar um áhrif þeirra tillagna sem bókað var um á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sem ekki krefjast nýs samráðs á heildarkostnað verkefnisins og áætlaðan verktíma þess. Útboðsgögn fyrir síðasta áfanga á endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins á Siglufirði voru lögð fram að nýju.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir heimild til útboðs með eftirfarandi breytingum
a.
Yfirborðsefni götu á milli gatnamóta verði malbik, m.a. til þess að draga úr kostnaði og auka afmörkun götu við aðliggjandi gangstéttir.
b.
Breyta bílastæðalausn við Aðalgötu 26-30 svo það verði 2 stæði, útfærð á sama hátt og við Aðalgötu 32-34, og færa ljósastauralínu að götu.
c.
Fjarlægja bílastæði fyrir hreyfihamlaða á horni Aðalgötu og Suðurgötu þar sem staðsetning þess hentar illa akandi og gangandi umferð um svæðið enda gerir deiliskipulag ekki ráð fyrir því á þessum stað. Þá er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfihamlaða norðan megin götunnar.

4.Stjórnun Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306014Vakta málsnúmer

Á fundi fræðslu- og frístundanefndar, 12. febrúar 2024, fór stjórnendateymi Leikskóla Fjallabyggðar yfir hvernig til hefur tekist með stjórnun leikskólans en tilraunaverkefni var sett á laggirnar til eins árs þar sem skólastjóri hefur þrjá deildarstjóra með sér í stjórnunarteymi. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að tilraunaverkefnið verði framlengt og sama stjórnunarteymi stýri leikskólanum á næsta skólaári.
Samþykkt
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að fyrirkomulagið hafi gefist vel og að ánægja sé með fyrirkomulagið. Bæjarráð samþykkir að halda óbreyttu fyrirkomulagi út árið 2024.

5.Ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi

Málsnúmer 2402024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Persónuvernd, dagsett þann 11. janúar sl, þar sem vísað er til ákvarðana Persónuverndar frá 6. desember sl. vegna úttekta á notkun fimm sveitarfélaga á nemendakerfi Google, Google Workspace frá Education, í grunnskólastarfi. Í ljósi þess að fjöldi grunnskóla notast við Google-nemendakerfið telur Persónuvernd þörf á að vekja athygli allra sveitarfélaga á ákvörðunum. Persónuvernd beinir því til sveitarfélaga sem nota umrætt kerfi að meta hvort þörf er á að gera viðeigandi úrbætur á vinnslu persónuupplýsinga í kerfinu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna málið áfram í samráði við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins. Deildarstjóri er hvött til þess að leita liðsinnis Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem önnur sveitarfélög hafi fengið sambærileg bréf.

6.Málefni Leyningsáss ses

Málsnúmer 2402023Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir og gerði grein fyrir þeim framkvæmdum sem hófust á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir yfirferðina og felur henni að kalla eftir gögnum og upplýsingum í samræmi við umræður á fundinum.

7.Beiðni um viðauka - Innleiðing á kerfiseiningum í OneCRM

Málsnúmer 2402025Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar, félagsmáladeildar og fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar þar sem óskað er eftir fjárveitingarheimild til þess að hefja innleiðingu kerfiseininga fyrir skólaþjónustu, félagsþjónustu ásamt öðrum minni háttar kerfiseiningum og uppfærslum á OneCRM málakerfi stjórnsýslunnar.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjórum fyrir beiðnina. Bæjarráð samþykkir að útbúinn verði viðauki og hann lagður fyrir næsta fund bæjarstjórnar en þó með þeim skilyrðum að ekki verði um lækkun á handbæru fé.

8.Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt

Málsnúmer 2401071Vakta málsnúmer

Á 819. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að leita tilboða og verkáætlana hjá áhugasömum aðilum í tengslum við stjórnsýslu- og rekstrarúttekt. Tilboðin lögð fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim tilboðum sem borist höfðu í verkefnið. Umræður á fundinum voru með þeim hætti að hægt væri að útiloka í það minnsta einn tilboðsgjafa þar sem hann gæti ekki tekið að sér fleiri verkefni fyrr en síðar á árinu. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Sláttuþjarkur fyrir opin svæði á vegum sveitarfélagsins.

Málsnúmer 2402018Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur tæknideild að greina hvaða opin svæði í sveitarfélaginu séu hentug fyrir umhirðu með sláttuþjörkum. Þá er deildinni einnig falið að kanna hvers konar þjarkar séu hentugir fyrir umhirðu opinna svæða, leita tilboða og leggja fyrir bæjarráð hið fyrsta.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns

10.Ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2402014Vakta málsnúmer

Lögð fram ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Fyrirhuguð úttekt á tónlistarskólum.

Málsnúmer 2402015Vakta málsnúmer

Mennta-og barnamálaráðuneyti hefur nú undanfarið beint sjónum sínum að málefnum tónlistarfræðslunnar. Hafin er ákveðin undirbúningsvinna vegna stefnumörkunar og heildarendurskoðunar á tónlistarfræðslu á öllum skólastigum meðal annars í samræmi við sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf og í tengslum við Menntastefnu til 2030.
Sem lið í undirbúningsvinnunni hefur ráðuneytið ákveðið að framkvæma úttekt á starfsemi tónlistarskóla sem viðurkenndir hafa verið samkvæmt 1.gr. laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.
Markmið með úttektinni er að safna gögnum sem þannig koma til með að styðja viðkomandi starf.
Úttektin er þannig mikilvægur hluti af undirbúningi að stefnumótun ráðuneytisins um listmenntun, sem og endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla en einnig almennu eftirlitshlutverki þess.
Úttektin felur meðal annars í sér að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi tónlistarskóla með hliðsjón af gildandi lögum og aðalnámskrá og könnun þátta svo sem stjórnun, innra starf, aðstaða, samskipti innan skóla og við aðila utan skólans, þjónusta við nemendur og starfsfólk og umbætur í skólastarfi.
Verður það m.a. gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, útsendum spurningalistum, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Úttektirnar eru gerðar í samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla og ákvæði 12.gr. laganr.75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Framkvæmdin er með þeim hætti að sendir verða spurningalistar til allra skólastjórnenda en heimsóttir verða tíu skólar. Umsjón og ábyrgð á framkvæmd úttektarinnar er í höndum ráðgjafafyrirtækisins Arcur.
Gert er ráð fyrir að úttektin fari fram á tímabilinu febrúar til apríl nk. og að fyrstu niðurstöður liggi fyrir í maí 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Skýrsla um orkukostnað heimila 2023.

Málsnúmer 2402021Vakta málsnúmer

Líkt og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli.
Nú er komin út skýrsla um orkukostnað heimila m.v. gjaldskrár 1. september 2023. Alls eru 91 byggðakjarni í greiningunni og ná tölur fyrir þá aftur til ársins 2014. Samhliða skýrslunni kemur út mælaborð þar sem hægt er að skoða orkukostnað í byggðakjörnum á Íslandskorti, skoða raforku- og húshitunarkostnað sér og bæta við útreikningi fyrir varmadælu fyrir staði með beina rafhitun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Þjóðlendumál - eyjar og sker

Málsnúmer 2402022Vakta málsnúmer

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Hér á eftir fara upplýsingar um kröfugerð íslenska ríkisins og málsmeðferð.
Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Stuðningur við Flugklasann Air66N 2024-2026

Málsnúmer 2310006Vakta málsnúmer

Flugklasann Air 66N boðar til kynningarfunda á Teams fyrir alla kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi og fulltrúa SSNV og SSNE til þess að hefja vinnu við framtíðarsýn í málefnum Flugklasans. Fundirnir eru hugsaðir sem tækifæri til að fara yfir hvað hefur verið gert og opna umræðuna um hvað verður gert í framtíðinni.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Kjörnir fulltrúar eru hvattir til þess að taka þátt í kynningarfundum sem annars vegar verða haldnir þann 27. febrúar kl. 14:00 og 28. febrúar kl. 10:00.

15.Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis

Málsnúmer 2402026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá skrifstofu landbúnaðar í Matvælaráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill koma á framfæri sjónarmiðum ráðuneytisins í málinu og benda á nokkur atriði sem þau geti hugsanlega gert til að skýra stöðuna á sínu svæði. Samantektin er eingöngu upplýsingar og ábendingar sem vonast er til að komi að gagni.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

16.Orkuskipti á Norðurlandi - Hvað næst.

Málsnúmer 2402027Vakta málsnúmer

Eimur, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Íslensk Nýorka halda málstofu í Hofi og í streymi 21. febrúar.
Fjallað verður um stöðu mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins verður kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir.
Fulltrúar frá Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti munu flytja erindi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Kjörnir fulltrúar og aðrir áhugasamir hvattir til þess að skrá sig á málþingið.

17.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 13. febrúar 2024, þar sem sent er til umsagnar 112. mál, frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (greiðsla meðlags). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Fundargerð 60. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

19.Samþykktir Leigufélagsins Bríetar.

Málsnúmer 2401048Vakta málsnúmer

Þann 9. febrúar 2024 var haldinn aukaaðalfundur í einkahlutafélaginu Leigufélagið Bríet ehf. Fundurinn fór fram í húsnæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að Borgartúni 21 í Reykjavík. Fundargerð lögð fram til kynningar ásamt uppfærðum samþykktum félagsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerðir 308. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og 136. fundar fræðslu- og frístundanefndar lagðr fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.