Aðalgata, Siglufirði

Málsnúmer 2401086

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308. fundur - 07.02.2024

Lögð fram hönnunargögn fyrir endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin leggur til að kannaðir verði kostir þess að hluti Aðalgötu verði malbikaður og gatnamót hellulögð og að bílastæði við Aðalgötu 28A og 30 verði fjarlægð. Einnig að gert verði ráð fyrir einu bílastæði fyrir hreyfihamlaða fyrir framan Aðalgötu 34.

Ólafur Baldursson bókar: Að framlögð gögn verði óbreytt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 820. fundur - 09.02.2024

Lögð fram útboðsgögn fyrir síðasta áfanga á endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins á Siglufirði. Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda útboð vegna verkefnisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar skipulags- og umhverfisnefnd fyrir góðar ábendingar. Bæjarráð telur ekki ráðlegt á þessum tímapunkti að fara í breytingar sem leiða af sé að samráðsferli verkefnisins yrði opnað aftur. Óskar því ráðið eftir umsögn tæknideildar um áhrif þeirra tillagna sem ekki krefjast nýs samráðs á heildarkostnað verkefnisins og áætlaðan verktíma þess og leggja fyrir næsta fund þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16.02.2024

Á 820. fundi bæjarráðs óskaði deildarstjóri tæknideildar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda útboð vegna verkefnisins. Á fundinum óskaði bæjarráð eftir umsögn tæknideildar um áhrif þeirra tillagna sem bókað var um á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sem ekki krefjast nýs samráðs á heildarkostnað verkefnisins og áætlaðan verktíma þess. Útboðsgögn fyrir síðasta áfanga á endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins á Siglufirði voru lögð fram að nýju.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir heimild til útboðs með eftirfarandi breytingum
a.
Yfirborðsefni götu á milli gatnamóta verði malbik, m.a. til þess að draga úr kostnaði og auka afmörkun götu við aðliggjandi gangstéttir.
b.
Breyta bílastæðalausn við Aðalgötu 26-30 svo það verði 2 stæði, útfærð á sama hátt og við Aðalgötu 32-34, og færa ljósastauralínu að götu.
c.
Fjarlægja bílastæði fyrir hreyfihamlaða á horni Aðalgötu og Suðurgötu þar sem staðsetning þess hentar illa akandi og gangandi umferð um svæðið enda gerir deiliskipulag ekki ráð fyrir því á þessum stað. Þá er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfihamlaða norðan megin götunnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 239. fundur - 22.02.2024

Á 820. og 821. fundi bæjarráðs óskaði deildarstjóri tæknideildar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda útboð vegna verkefnisins. Á 820. fundi óskaði bæjarráð eftir umsögn tæknideildar um áhrif þeirra tillagna sem bókað var um á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sem ekki krefjast nýs samráðs á heildarkostnað verkefnisins og áætlaðan verktíma þess. Útboðsgögn fyrir síðasta áfanga á endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins á Siglufirði voru lögð fram. Á 821. fundi bæjarráðs voru umbeðin gögn lögð fram og samþykkt heimild til útboðs með eftirfarandi breytingum:
a.
Yfirborðsefni götu á milli gatnamóta verði malbik, m.a. til þess að draga úr kostnaði og auka afmörkun götu við aðliggjandi gangstéttir.
b.
Breyta bílastæðalausn við Aðalgötu 26-30 svo það verði 2 stæði, auk tveggja annarra, útfærð á sama hátt og við Aðalgötu 32-34, og færa ljósastauralínu að götu.
c.
Fjarlægja bílastæði fyrir hreyfihamlaða á horni Aðalgötu og Suðurgötu þar sem staðsetning þess hentar illa akandi og gangandi umferð um svæðið enda gerir deiliskipulag ekki ráð fyrir því á þessum stað. Þá er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfihamlaða norðan megin götunnar.

Arnar Þór Stefánsson tók til máls.
Vísað til nefndar
Málinu vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu. Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga í samræmi við umræður fundarins og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Samþykkt með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 01.03.2024

Á 820. og 821. fundi bæjarráðs óskaði deildarstjóri tæknideildar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda útboð vegna verkefnisins. Á 820. fundi óskaði bæjarráð eftir umsögn tæknideildar um áhrif þeirra tillagna sem bókað var um á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sem ekki krefjast nýs samráðs á heildarkostnað verkefnisins og áætlaðan verktíma þess. Útboðsgögn fyrir síðasta áfanga á endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins á Siglufirði voru lögð fram. Á 821. fundi bæjarráðs voru umbeðin gögn lögð fram og samþykkt heimild til útboðs með eftirfarandi breytingum:
a.
Yfirborðsefni götu á milli gatnamóta verði malbik, m.a. til þess að draga úr kostnaði og auka afmörkun götu við aðliggjandi gangstéttir.
b.
Breyta bílastæðalausn við Aðalgötu 26-30 svo það verði 2 stæði, auk tveggja annarra, útfærð á sama hátt og við Aðalgötu 32-34, og færa ljósastauralínu að götu.
c.
Fjarlægja bílastæði fyrir hreyfihamlaða á horni Aðalgötu og Suðurgötu þar sem staðsetning þess hentar illa akandi og gangandi umferð um svæðið enda gerir deiliskipulag ekki ráð fyrir því á þessum stað. Þá er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfihamlaða norðan megin götunnar.

Á 239. fundi bæjarstjórnar var málinu vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs. Minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram.
Deildarstjóra tæknideildar er falið að halda áfram með útboðsferli fyrir framkvæmdina, með þeim breytingum sem þegar hafa verið lagðar til og voru bókaðar á 821. fundi bæjarráðs. Samhliða því er skipulagsfulltrúa falið að hefja þegar vinnu við breytingu á gildandi deiliskipulagi. Sú vinna skal miðast við að breyting deiliskipulags sé óveruleg. Er þessi skipulagsvinna ekki talin seinka verklegum framkvæmdum þar sem hún á eingöngu við um yfirborðsfrágang á verulega takmörkuðum hluta verksins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26.03.2024

Tilboð voru opnuð þriðjudaginn 19. mars í verkið "Siglufjörður Aðalgata, endurnýjun".
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf. 75.706.167,-
Sölvi Sölvason 65.868.982,-
Kostnaðaráætlun 75.688.550,-

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar um að taka tilboði lægstbjóðanda, Sölva Sölvasonar kr. 65.868.982,-. Bæjarráð leggur áherslu á að náið og gott samstarf verði haft við verslunar- og fasteignaeigendur meðan á framkvæmdinni stendur.