Bæjarráð Fjallabyggðar

820. fundur 09. febrúar 2024 kl. 08:15 - 09:46 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Akstursþjónusta í Fjallabyggð

Málsnúmer 2308058Vakta málsnúmer

Minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar um málefni akstursþjónustunnar lagt fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar og forstöðumanni Hornbrekku fyrir minnisblaðið um málið. Ljóst er að þær forsendur sem lagt var af stað með í þróunarverkefninu "Akstursþjónusta Fjallabyggðar" hafa að einhverju leyti ekki gengið eftir. Deildarstjóra félagsmáladeildar falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að stöðuúttekt um verkefnið ásamt tillögum að úrbótum.

2.Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2023

Málsnúmer 2402007Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um heimild til að sækja um lán til Ofanflóðasjóðs vegna snjóflóðavarna fyrir árið 2023 að fjárhæð kr. 68.700.000.-
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir lánsumsóknina fyrir sitt leyti og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Launayfirlit tímabils - 2024

Málsnúmer 2401033Vakta málsnúmer

Yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar 2024 lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 98,64% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2024

Málsnúmer 2401034Vakta málsnúmer

Yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar 2024 lagt fram til kynningar. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 111.003.204,- eða 81,18% af tímabilsáætlun 2024. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 11 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Aðalgata, Siglufirði

Málsnúmer 2401086Vakta málsnúmer

Lögð fram útboðsgögn fyrir síðasta áfanga á endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins á Siglufirði. Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda útboð vegna verkefnisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar skipulags- og umhverfisnefnd fyrir góðar ábendingar. Bæjarráð telur ekki ráðlegt á þessum tímapunkti að fara í breytingar sem leiða af sé að samráðsferli verkefnisins yrði opnað aftur. Óskar því ráðið eftir umsögn tæknideildar um áhrif þeirra tillagna sem ekki krefjast nýs samráðs á heildarkostnað verkefnisins og áætlaðan verktíma þess og leggja fyrir næsta fund þess.

6.Veitustofnanir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer

Staða veitustofnanna í Fjallabyggð rædd í ljósi þeirra stöðu sem uppi hefur verið, sérstaklega í Ólafsfirði og að einverju leyti á Siglufirði. Veitustofnanir í Fjallabyggð virðast vera komnar að þolmörkum hvað varðar afhendingaröryggi og því mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta taka saman stöðuyfirlit yfir núverandi afkastagetu og stækkunarmöguleika veitna á vegum veitustofnanna í Fjallabyggð og leggja fyrir starfshóp um fjárfestingar og viðhald. Nú þegar liggur fyrir minnisblað um stöðugreiningu og stækkunarmöguleika vatnsveitunnar í Ólafsfirði og því eðlilegt næsta skref að framkvæma álíka greiningu fyrir aðrar veitur í sveitarfélaginu.

Ljóst er að núverandi ástand er komið að þolmörkum og takmarkar mjög möguleika sveitarfélagsins og atvinnulífsins í því til framþróunar og vaxtar.

Í ljósi ástands hitaveitunnar í Ólafsfirði þá hyggjast bæjarstjóri og bæjarráð halda fund með forsvarsmönnum Norðurorku í næstu viku til þess að fara yfir ástandið, mögulegt viðbragð og framtíðaráætlanir fyrirtækisins.

7.Uppsögn ræstisamnings í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði

Málsnúmer 2402001Vakta málsnúmer

Kristalhreint ehf., verktaki sem sér um ræstingar í Leikskóla Fjallabyggðar Leikhólum, hefur sagt upp samningi frá og með 1. febrúar sl.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kanna möguleika á tímabundinni framlengingu við núverandi samningsaðila eða efna til verðkönnunar á ræstingu í Leikhólum þar sem til stendur að skoða fýsileika stærra útboðs á vegum stofnana sveitarfélagsins.

8.Lokun gatna vegna Fjarðargöngu 2024

Málsnúmer 2402009Vakta málsnúmer

Skíðafélag Ólafsfjarðar óskar eftir leyfi bæjarins til að loka og þrengja eftirfarandi götur bæjarins vegna Fjarðargöngunnar 2024.
Fjarðargangan fer fram 9.og 10. febrúar næstkomandi og óskum við eftir að framkvæma lokanir og þrengingar í samráði við bæjarverkstjóra/tæknideild eins og hefur verið undanfarin ár.
Ósk okkar um lokanir á götum eru eftirfarandi:
Frá kl. 18:00 föstudaginn 9.febrúar til kl. 18:00 laugardaginn 10.febrúar.
Aðalgata frá gatnamótum Gunnólfsgötu að Strandgötu.
Kirkjuvegur frá Aðalgötu að Ólafsfjarðarkirkju.
Brekkugata
Hornbrekkuvegur frá Brekkugötu að Aðalgötu(hjá Tjarnarborg)
Þrengingar á sama tíma:
Strandgata (verður ökufær)
Bakkabyggð(verður ökufær)
Túngata(verður ökufær)
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti lokun gatna vegna Fjarðargöngunnar.
Fylgiskjöl:

9.Beiðni um afslátt til stórnotenda

Málsnúmer 2402010Vakta málsnúmer

Beiðni Ísfélags hf. um afslátt af aflagjöldum skv. heimildarákvæði í 5. fl. 10. gr. gjaldskrár Hafnarsjóðs lagt fram.
Vísað til nefndar
Hafnarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að skoða sambærilegar hafnir og Fjallabyggðarhafnir og leggja tillögu að nánari útfærslu á núverandi heimild til veitingu afsláttar til stórnotenda og óska eftir umsögn hafnarstjórnar áður en málið er lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Hvað varðar beiðni fyrirtækisins um festargjald þá er ekki heimild í núverandi gjaldskrá um aflagjöld að veita afslátt vegna þess og er því miður ekki hægt að verða við þeirri beiðni. Bæjarráð telur eðlilegt að mannaflaþörf í útköllum sé haldið í lágmarki og miðist við þörf hverju sinni.

10.Vatnsþarfir vegna styrjueldis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2402012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eyþórs Eyjólfssonar, f.h. Hins Norðlenzka Styrjufjelags ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna vatnsþarfar styrjueldis félagsins í Ólafsfirði.
Vísað til nefndar
Bæjarráð þakkar Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi fyrir erindið og lýsir yfir ánægju með fyrirætlanir fyrirtækisins. Erindinu vísað til starfshóps um fjárfestingar og viðhald til umfjöllunar og áframhaldandi úrvinnslu. Í framhaldinu verður forsvarsmönnum félagsins boðið á fund bæjarráðs til þess að ræða möguleika á auknum vatnskaupum sem og framtíðar afsláttarkjör.

11.Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu

Málsnúmer 2402011Vakta málsnúmer

Kynningarbréf um móttöku rafrænna gagna á vegum héraðsskjalasafna og stofnun Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu lagt fram til kynningar.
Meginmarkmið með stofnun miðstöðvarinnar er að styðja við stafræna umbreytingu hjá sveitarfélögum ásamt því að byggja upp þekkingu á málaflokknum innan héraðsskjalasafna, finna hentugar lausnir á hýsingu og ekki síst að lækka kostnað við móttöku og langtímavörslu rafrænna og stafrænna gagna.
Stýrihópur héraðsskjalavarða sem unnið hefur að verkefninu boðar nú til formlegs stofnfundar MHR. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík, föstudaginn 9. febrúar kl. 13:00. Kostnaði við grunnrekstur miðstöðvarinnar verður skipt niður á héraðsskjalasöfnin með tilliti til íbúafjölda sveitarfélaganna sem þau reka. Þetta gefur héraðsskjalasöfnunum aðgang að viðeigandi eyðublöðum, aðstoð við kortlagningu gagnasafna, ráðgjöf varðandi skipulag gagna og aðgang að hugbúnaði til að afgreiða úr og halda utan um vörsluútgáfur. Aftur á móti þarf hver skjalamyndari fyrir sig (sveitarfélag, stofnun sveitarfélags eða aðrir aðilar sem ber að skila gögnum sínum á héraðsskjalasafn) að greiða fyrir þjónustu varðandi tilkynningar um gagnasöfn og afhendingu á vörsluútgáfum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með verkefnið og telur að hér sé um ákveðið skref í átt til aukinnar stafrænnar varðveislu skjala. Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að upplýsa um áhuga Fjallabyggðar á þátttöku í verkefninu.

12.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 1. febrúar 2024, þar sem sent er til umsagnar 13. mál, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar nk.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 1. febrúar 2024, þar sem sent er til umsagnar 521. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar nk.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 31. janúar 2024, þar sem sent er til umsagnar 629. mál, Barnaverndarlög (endurgreiðslur). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

13.Viðhaldsmál í Skálarhlíð

Málsnúmer 2211098Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir nr.1 og 2 vegna endurbóta á svölum og þökum í Skálarhlíð.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerð 38. fundar stjórnar Hornbrekku lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:46.