Á 822. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að semja við landeigendur um þóknun vegna skertrar raforkuframleiðslu sem nemur áhrifum af vatnstöku sveitarfélagsins.
Deildarstjóra tæknideildar var falið að hefja strax ástandsskoðun á núverandi lögn frá Burstabrekku, svo koma megi vatni að núverandi mannvirkjum vatnsveitu við nyrðri enda lagnarinnar. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um ástand lagnarinnar á næsta fund bæjarráðs. Samhliða því skal hefja vinnu við að koma upp nauðsynlegum rafrænum vöktunarbúnaði fyrir vatnsveituna sem gefur heildræna sýn á stöðu veitunnar hverju sinni með fjarlestri.
Samhliða viðræðum bæjarstjóra við landeigendur var deildarstjóra tæknideildar einnig falið að hefja undirbúning á beintengingu við Styrjueldið með nýrri lögn frá núverandi veitumannvirkjum. Verði því við komið er æskilegt að nýta tímabundið ónotaðar eldri lagnir, ef þær eru taldar flýta fyrir afhendingu vatns, s.s. til að þvera götur eða erfið svæði.
Minnisblað deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra lagt fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns