Bæjarráð Fjallabyggðar

823. fundur 08. mars 2024 kl. 10:00 - 11:33 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Starfsemi Hornbrekku 2024

Málsnúmer 2401084Vakta málsnúmer

Sigríður Ólafsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Mögnum mætti til fundarins í gegnum fjarfundarbúnað og fór yfir helstu forsendur og niðurstöður eftir viðtöl og úttekt á mannauðsmálum í Hornbrekku.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Sigríði Ólafsdóttur fyrir komuna á fundinn og yfirferðina á niðurstöðum úttektarinnar. Mögnum, bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar falið að vinna málið áfram og kynna niðurstöður fyrir starfsmönnum. Í kjölfarið er óskað eftir tillögum að næstu skrefum.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2024

Málsnúmer 2401034Vakta málsnúmer

Yfirlit staðgreiðslu fyrir febrúar 2024 lagt fram til kynningar. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 128.256.936,- eða 122,67% af tímabilsáætlun 2024. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 15 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

3.Launayfirlit tímabils - 2024

Málsnúmer 2401033Vakta málsnúmer

Yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda fyrir janúar-febrúar 2024 lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 98,97% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Rekstraryfirlit málaflokka 2024

Málsnúmer 2401035Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit málaflokka fyrir 2023 og tímabilið janúar til febrúar 2024 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Hólsá - veiðistjórn og eftirlit

Málsnúmer 2308014Vakta málsnúmer

Minnisblað deildarstjóra tæknideildar um veiðireglur og veiðistjórn í Hólsá lagt fram til kynningar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið. Bæjarstjóra falið að ræða við Stangveiðifélag Siglufjarðar um mögulega aðkomu þeirra að umsjón árinnar.

6.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Gnýfara 2024

Málsnúmer 2403011Vakta málsnúmer

Samstarfssamningur milli Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Gnýfara fyrir árið 2024 lagður fram.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.Málstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403013Vakta málsnúmer

Í 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er ákvæði um að sveitarfélög skuli setja sér málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál.

Í málstefnunni skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu einnig settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins.

Drög að málstefnu Fjallabyggðar lögð fram til afgreiðslu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til bæjarstjórnar.

8.Reglur Fjallabyggðar um stofnframlög

Málsnúmer 2403014Vakta málsnúmer

Drög að reglum um stofnframlög Fjallabyggðar lögð fram til afgreiðslu.
Markmið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga í sveitarfélaginu, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar íbúðir, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.
Veitingu stofnframlaga er ætlað að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir í sveitarfélaginu á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.
Til að ná þessum markmiðum skal lögð sérstök áhersla á nýbyggingar og að fjölga leiguíbúðum sem uppfylla skilyrði laga um almennar íbúðir og reglna þessara.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar drögunum til umsagnar hjá félagsmálanefnd.

9.Viðverustefna

Málsnúmer 2403015Vakta málsnúmer

Drög að viðverustefnu Fjallabyggðar lögð fram til afgreiðslu.
Markmiðið með viðverustefnu er að styðja við og hlúa að starfsmönnum vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma. Auka ánægju og skapa traust og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Halda fjarvistum í lágmarki, þ.e. fækka skiptum, stytta fjarverutímann og efla hag sveitarfélagsins.
Viðverustefnan hefur því þann tilgang að samræma verklag og viðbrögð vegna fjarveru þannig að allir starfsmenn og stjórnendur hafi skýra verkferla í tengslum við tilkynningar, skráningar og viðbrögð við fjarvistum sem/og endurkomu til vinnu eftir veikindi.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til bæjarstjórnar.

10.Reglur um viðveruskráningu

Málsnúmer 2403016Vakta málsnúmer

Drög að reglum um viðveruskráningu lögð fram til afgreiðslu.
Tilgangur reglna þessara er að skýra hlutverk og ábyrgð starfsmanna vegna notkunar á viðverukerfinu VinnuStund.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til bæjarstjórnar.

11.Áfallin lífeyrisskuldbinding hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins

Málsnúmer 2403018Vakta málsnúmer

Talnakönnun hefur reiknað áfallna lífeyrisskuldbindingu vegna áunninna réttinda starfsmanna Fjallabyggðar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins B deild pr. 31. desember 2023.
Skuldbindingin er reiknuð samkvæmt tryggingafræðilegum forsendum sjóðsins, þar sem miðað er við spá um lækkandi dánartíðni. Helstu forsendurnar eru 2% vextir, lífslíkur samkvæmt reynslu LSR á árunum 2018 til 2022 með spá FÍT um lækkandi dánartíðni. Örorkulíkur eru samkvæmt reynslu LSR 2010 - 2014. Gögn um lífeyrisréttindi eru sömu gögn og notuð voru við útreikninginn í árslok 2023 og samkvæmt yfirferð bæjarins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Vatnsþarfir vegna styrjueldis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2402012Vakta málsnúmer

Á 822. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að semja við landeigendur um þóknun vegna skertrar raforkuframleiðslu sem nemur áhrifum af vatnstöku sveitarfélagsins.
Deildarstjóra tæknideildar var falið að hefja strax ástandsskoðun á núverandi lögn frá Burstabrekku, svo koma megi vatni að núverandi mannvirkjum vatnsveitu við nyrðri enda lagnarinnar. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um ástand lagnarinnar á næsta fund bæjarráðs. Samhliða því skal hefja vinnu við að koma upp nauðsynlegum rafrænum vöktunarbúnaði fyrir vatnsveituna sem gefur heildræna sýn á stöðu veitunnar hverju sinni með fjarlestri.
Samhliða viðræðum bæjarstjóra við landeigendur var deildarstjóra tæknideildar einnig falið að hefja undirbúning á beintengingu við Styrjueldið með nýrri lögn frá núverandi veitumannvirkjum. Verði því við komið er æskilegt að nýta tímabundið ónotaðar eldri lagnir, ef þær eru taldar flýta fyrir afhendingu vatns, s.s. til að þvera götur eða erfið svæði.
Minnisblað deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra lagt fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið um stöðu málsins. Samningur um lok vatnstöku úr Burstabrekkudal frá 2011 hefur áhrif á möguleika sveitarfélagsins til vatnstöku af svæðinu. Þá er ástand þeirra veitumannvirkja, sem áður voru notuð til þess að flytja vatn frá vatnstökusvæðinu í Burstabrekkudal að bæjarlandinu, með þeim hætti að ekki verður hægt að lagfæra þau fyrr en eftir að snjóa leysir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við landeigendur Burstabrekku og Hlíðar um mögulegar bætur vegna vatnstöku úr Burstabrekkudal þar sem hagsmunir samfélagsins verða hafðir að leiðarljósi.

Samhliða ofangreindu er deildarstjóra tæknideildar falið að skoða frekari vatnstöku úr Brimnessá og halda áfram undirbúningi á uppsetningu rauntíma fjarlestrarbúnaðar fyrir vatnsveituna.

13.Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki

Málsnúmer 1401027Vakta málsnúmer

Samkvæmt 7. gr. reglna um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki sem staðfestar voru á 97. fundi bæjarstjórnar þann 12. febrúar 2014 skal Markaðs- og menningarmálanefnd Fjallabyggðar endurskoða reglurnar árlega, fyrir lok ágústmánaðar og gera tillögur til bæjarráðs.
Samkvæmt gildandi erindisbréfi markaðs- og menningarnefndar frá 3. júlí 2018 hefur nefndin ekki lengur umsjón með málaflokknum. Af þeim sökum eru reglurnar lagðar fyrir bæjarráð.
Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála leggur til að reglurnar verði afnumdar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að reglurnar verði felldar brott og vísar þeirri ákvörðun til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar. Reglurnar eiga ekki við í dag í ljósi þess að þau verkefni sem þær taka á falla í dag undir starfssvið Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og því óþarft að sveitarfélagið hafi reglur sem skarast á við það.

14.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis 2024

Málsnúmer 2403019Vakta málsnúmer

Gildistími samnings á milli Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis er liðinn. Fyrir liggja drög að endurnýjun til eins árs. Með samningi þessum styður Fjallabyggð við rekstur mannvirkja í eigu félagsins en á móti skuldbindur hestamannafélagið sig til að tryggja þeim sem standa fyrir reiðnámskeiðum fyrir börn og unglinga aðgang að aðstöðunni.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

15.Árskort í ræktina fyrir lögreglumenn á Tröllaskaga

Málsnúmer 2403009Vakta málsnúmer

Minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar um niðurgreiðslu á árskortum í líkamsrækt lagt fram. Lagt er til að gjaldskrám Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar verði breytt á þann veg að árskort í líkamsrækt verði kr. 55.000 fyrir starfandi lögreglumenn á Tröllaskaga.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti sameiginlega tillögu Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um kjör til handa lögreglumönnum í líkamsrækt.

16.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2403003Vakta málsnúmer

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verður haldinn fimmtudaginn 14. mars 2024 kl. 16:30 í Silfurbergi Hörpu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

17.80 ára afmæli lýðveldisins - samstarf sveitarfélaga við hátíðardagskrá.

Málsnúmer 2403004Vakta málsnúmer

Athygli sveitarstjórna er vakin á því að á árinu fagnar lýðveldið Ísland áttatíu ára afmæli.
Hátíðahöld í tilefni afmælisins munu ná hámarki 17. júní með hefðbundinni dagskrá í sveitarfélögum en að auki verður sérstök hátíðardagskrá á Þingvöllum þar sem landsmenn eru hvattir til að heimsækja þjóðgarðinn og skoða sýninguna Hjarta lands og þjóðar helgina 15.-16. júní.
Afmælisnefnd, sem forsætisráðherra skipaði í október sl., óskar eftir samstarfi við sveitarfélög í tengslum við hátíðardagskrána með miðlun og hvatningu til þátttöku eins og best hentar á hverjum stað.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

18.Endurskoðun hættumats við Strengsgil og Hornbrekku

Málsnúmer 2402056Vakta málsnúmer

Með erindi dags. 15. febrúar sl. óskaði Fjallabyggð eftir umsögn Veðurstofu Íslands eftir upplýsingum um stöðu endurskoðunar á hættumati undir Strengsgili á Siglufirði.
Eins og bent er á í tölvupóstinum frá 15. febrúar, hefur dregist úr hömlu að fylgja eftir bréfi Veðurstofunnar til Fjallabyggðar um endurskoðun hættumats undir Strengsgili eftir snjóflóðin á Flateyri í janúar 2020. Þessi endurskoðun hefur tafist vegna þess að þróun nýs snjóflóðalíkans sem notað er við endurskoðunina hefur tekið lengri tíma en vonast var til. Líkanið er nú tilbúið og hefur verið keyrt fyrir þá varnargarða sem til stóð og taldir eru upp í bréfi Veðurstofunnar til Fjallabyggðar frá október 2020. Veðurstofan stefnir að því að ljúka endurskoðun hættumats undir leiðigörðum neðan Strengsgilja á Siglufirði og við Hornbrekku á Ólafsfirði í vetur.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerð 153. fundar félagsmálanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:33.