Starfsemi Hornbrekku 2024

Málsnúmer 2401084

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 38. fundur - 31.01.2024

Hjúkrunarforstjóri gerir grein fyrir starfsemi Hornbrekku auk þess munu deildarstjórar fara yfir rekstur stofnunarinnar.
Samþykkt
Hjúkrunarforstjóri fór yfir starfsemi Hornbrekku frá síðasta fundi stjórnar. Einnig fór deildarstjóri félagsmáladeildar og deildarstjóri stjórnsýslu og fjármáladeildar yfir lykiltölur í rekstri Hornbrekku. Auk þess voru til umræðu undir þessum lið fundargerðir starfsmannamál Hornbrekku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Sigríður Ólafsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Mögnum mætti til fundarins í gegnum fjarfundarbúnað og fór yfir helstu forsendur og niðurstöður eftir viðtöl og úttekt á mannauðsmálum í Hornbrekku.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Sigríði Ólafsdóttur fyrir komuna á fundinn og yfirferðina á niðurstöðum úttektarinnar. Mögnum, bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar falið að vinna málið áfram og kynna niðurstöður fyrir starfsmönnum. Í kjölfarið er óskað eftir tillögum að næstu skrefum.

Stjórn Hornbrekku - 39. fundur - 22.04.2024

Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir starfsemi heimilisins frá síðasta fundi stjórnar.