Árskort í ræktina fyrir lögreglumenn á Tröllaskaga

Málsnúmer 2403009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar um niðurgreiðslu á árskortum í líkamsrækt lagt fram. Lagt er til að gjaldskrám Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar verði breytt á þann veg að árskort í líkamsrækt verði kr. 55.000 fyrir starfandi lögreglumenn á Tröllaskaga.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti sameiginlega tillögu Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um kjör til handa lögreglumönnum í líkamsrækt.